föstudagur, maí 16, 2008
Vaknaði óvenju tímanlega í vinnu í gærmorgun og algjörlega tilbúin að mæta á réttum tíma en ekki 5 mín. of seint eins og ég gerði iðulega, losna reyndar við mestu umferðina ef ég legg nógu nálægt 9 af stað. En þar sem ég er að drífa mig í vinnuna finn ég alls ekki lyklana af bílnum. Var nokkuð viss um að ég hefði hengt þá í ganginn þegar ég kom úr Hagkaup deginum áður en, nei...engir lyklar þar. Svo ég gróf mig niður í töskuna mína með hendinni í leit minni að lyklunum. Þá finn ég að allt er rennandi blautt í henni, seðlaveskið mitt nánast gegnblautt og allt er þetta fljótandi í heiðgulum vökva. Ég skil ekki alveg hvað er í gangið þangað til undarleg lyktin berst að vitum mér....shit...hundapiss. Mér finnst það nú vera að æra óstöðugan þegar Nikulás er farinn að merkja sér töskuna mína. Alveg nóg að hann spræni utan í rúm krakkanna og svona annað sitt af hverju, en ekki veskan mín. Svo það má eiginlega segja að töskurnar mínar hafi farið í hundana utanfarið því Yoko Gunnsunnar nagaði í sundur handfangið á töskunni minni um daginn og hún fór í ruslið og nú mígur Lásinn ofan í mína. Þetta er nú meira hundalífið...
Er í vinnunni annað kvöldið í röð og er á heimleið...blogga síðar...
Er í vinnunni annað kvöldið í röð og er á heimleið...blogga síðar...
Comments:
Skrifa ummæli