<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 30, 2008

Bíð eftir því að börnin mín dúlli sér í sturtu og hafi sig til. Alltaf sama sólarblíðan hér í Kaliforníu og svo er mér sagt það bíði mín sólskin þegar heim kemur. Hvað er orðið um rigninguna sem allar spár segja að eigi að vera heima. Ekki það að ég vilji rok og rigningu, er orðin von sólinni hér og verð í fríi út vikuna svo það er fínt að fá meiri sól í kroppinn.
Léttuútilega næstu helgi og börnin mín vilja EKKI fara í hana. Veit ekki hvort ég nenni, tek þá kannski Gunnsuna með mér eða eitthvað.
Á fastlega von á að mitt fólk verði orðið svoldið vansvefta eftir flugið heim, þó ég voni nú að allir sofi eitthvað. Rúmlega sex klst. flug frá San Jose til Boston og svo rúmir fimm tímar heim, með nokkra klukkustunda stoppi í Boston. Af hverju er ekki hægt að leggja járnbraut um heiminn þveran og endilangan....??
Hlakka til að koma heim. Þetta er búin að vera frábær ferð en heima er alltaf best...
Eiginlega sidasti dagurinn okkar her i USA t.e. a einum stad. Krakkarnir hafa bara viljad dulla ser her heima hja Mariu og Dee i solinni og sumrinu. Allir ordnir utiteknir eins og tad heitir a godri islensku (tad vantar islenska stafi tvi Dee er ekkert vodalega hrifin af tvi ad hafa islenskt lyklabord). Party her i gaerkveldi og i kvold faum vid Dee's famous spareribs.
Dullum okkur trulega i Los Gatos a morgun, vona allavega ad eg turfi ekki ad fara i Great America sem er skemmtigardur sem eg er alveg buin af fa nog af, t.e. skemmtigordum almennt hvar sem teir eru i heiminum.
Fljugum til Boston annad kvold og lendum i Boston kl. 5.30 a tridjudagsmorgninum og svo til Islands kl. 14.30 og lendum tar 23.45. Svo tad er naerri tveir solarhringar sem fara i flug og mismun a tima.
Tad verdur orugglega gott ad koma heim i rok og rigningu, vona bara ad plonturnar minar i grodurhusinu seu ekki daudar, but so be it...
Krakkarnir komnir med heimtra og bida lika spennt eftir ad hitta vini sina...og eg lika..yfir og ut og vi ses po klaken...

fimmtudagur, júní 26, 2008

Þar sem frá var horfið...gistum á Embassy Suite, Best Western, Red Lion og Holliday Inn...meira til upprifjunar fyrir mig...er með nánast ekkert skammtímaminni.
Eftir að hafa keyrt í gegnum vinecountry þar sem allt er spikk og span tóku hickvillin við. Fyrsta stopp af í einhverjum frægum strandbæ sem í rigningarúðanum leit út eins og Þorlákshöfn. Snjóhvítum börnin mín þustu niður á strönd í norðannepjunni á peysunni og fíluðu sig í botn þó það væri hífandi rok og þoka. Áfram var haldið og ákveðið að velja hótel áður en það yrði dimmt. Best Western varð fyrir valinu, tvö herbergi, stofa og eldhús. Trillinn sem ekki segist þola hótel vildi eftir það einungis gista á Best Western. Hann segist ekki geta sofið á hótelum en þarna svaf hans eins og ljós, þó hann hafi vaknað um nóttina til að setja á sig plástur. Hann hrasaði í vatnagarði í Seattle og hruflaði illa á sér ökklann.
Ferðinni haldið áfram og út úr Oregon yfir til Kaliforníu. Ég átti nú fastlega von á því að nú tæki við meiri menning en það var nú aldeilis ekki. Hvert þorpið á fætur öðru, hvert öðru ljótara eða þannig þó landslagið á milli staða væri yfirleitt stórbrotið og fallegt. Gistum næst í mjög fallegum bæ sem mig minnir að heiti Groberville. Og enn svaf Trillinn eins og steinn. Þegar komið var lengra inn í Kaliforníu var ákveðið að fara á ströndina og keyrðum við í klukkutíma til að komast þangað. Fundum ekki neina almennilega strönd, komum við í afskaplega fallegum bæ sem minnti svoldið á Arnarstapa með klettum út í sjó, en stoppuðum lítið. Þá vorum við komin af þjóðvegi 101 og farin yfir á þjóðveg 1. Halda mætti að það væri nú aðalvegurinn, ónei, Kambarnir gömlu voru hátíð miðað við þetta, hrikalegir fjallvegir sem hlykkjuðust eftir hamrabeltinu og horft beint ofan í sjó. Fyrst komu hlykkir í 21mílu á varla tvíbreiðum vegi. Keyrðum í gegnum nokkra bæi með íbúafjöld frá 183-435 og þegar kom að næst þyrftum við að keyra í 17 mílur eftir hlykkjóttum vegi var mér nóg boðið. Alveg búin að fá nóg af þessum þjóðegi 1. Svo við keyrði inn í landið eftir einhverjum Mt. View Road og keyrðum þar framhjá einum af þessum mörgu skógareldum sem nú eru hér í Kaliforníu. Komumst yfir á þjóðveg 101 aftur og þar spurði okkur kona hvort hægti væri að fara þarna um því í útvarpinu væri verið að segja að það væri verið að tæma hús á þessum sama vegi og við fórum um. Svo við rétt sluppum fyrir horn þar. Áfram á þjóðvegi 101 nálguðumst við Los Gatos en ákváðum að gista eina nótt í Santa Rosa, en stoppuðum áður en við komum þangað og gistum á Holliday inn í bæ sem heitir Windsor stutt frá Santa Rosa.
Lögðum svo af stað frekar snemma og keyrðum inn í San Fransisco yfir Golden Gate, og keyrðum nokkrar brattar götur í San Fransisco áður en haldið væri til Maríu.
Í minningunni var það versta sem til var að keyra til Maríu sem býr í fjöllunum fyrir ofan Los Gatos en eftir að keyra alla þessa hrikalegu fjallvegi var þetta bara pís of keik og ekkert langt eða neitt.
Í gær var farið á ströndina og í skemmtigarðinn með háu vatnsrennibrautinni sem var bæ ðe vei jafnhrikaleg og hún var í minningunni ef ekki verri. Í dag er stefnan á að finna Best Buy hér nálægt og rölta um Los Gatos sem er mjög fallegur bær er mér sagt...
Og ég setti eitthvað af tónlist inn á iPodið mitt af iTunes-inu hjá Dee svo það er ekki alveg berstrípað greyið lengur...See ya...
Ég er nú meiri dæmalausi asninn stundum. Eftir síðustu skrif, rétt fyrir langa keyrslu til Kaliforníu ákvað ég að setja myndirnar af myndavélinni inn á ipodið, kubburinn orðinn fullur og svona. Jú, jú, gert þetta margsinnis...svo byrjar ipodið að synca sig við tölvuna hjá Kris og mín ekki sú allra þolinmóðasta, ýti á miðjutakkann og menutakkan á pottinum og volla...öll tónlist og bíómyndir farnar út. Shit...og öll itunes-ið geymt á diskinum sem trúlega er ónýtur. Glen að tékka hvort hægt er að bjarga einhverju af honum. Gott að vita það að Gunnsan er með megnið af itunes-inu mínu inn á sínum ipod. Apple...drasl...eða er ég bara svona óþolinmóð að ég hafi ekki þolinmæði til að bíða eftir einhverju synci í smátíma...en nóg um það.
Keyrðum á fjórum dögum frá Seattle til Los Gatos. Keyrðum sem sagt allt Oregon fylki og hálfa Kaliforníu. Stelpurnar vildu fara til LA en Jánsinn er alveg búinn að fá nóg af keyrslu svo það gerist ekki í þetta sinnið að við heimsækjum fræga fólkið í Hollývúdd. Við keyrðum ekki hraðbrautina heldur þjóðveg 101 mestan part leiðarinnar. Gistum fyrstu nóttina í Portland en Kris og Isabelle komu með okkur þangað. Komum við á Ponzi vínekrunni og keyptum þar eðalvín og keyrðum svo og borðuðum í Dundee, ansi hreint menningarlegur bær og fallegur. Kris snéri við og keyrði aftur til Seattle en við heldum áfram sem leið lá eftir þjóðvegi 101. Gistum aðra nóttina í einhverjum krummaskuðsbæ en samt á ágætis hóteli með sundlaug og alles. Heldum svo áfram og keyrðum í gegnum hvern bæinn á fætur öðrum þar sem eiginlega ekkert var og maður skilur ekki alveg hvað fólk er að búa þarna og á hverju það lifir. Óttalegir Hickville allt saman. Skrifa meira síðar...er orðin dáldið sybbin....

föstudagur, júní 20, 2008

Upprunninn ferðadagur. Höldum í dag upp í keyrsluna miklu til Kaliforníu. Fyrsta stopp er Portland, Oregon þar sem við munun gista næstu nótt. Kristín ætlar að keyra með okkur þangað og keyra svo heim aftur og svo kannski fljúga til San Jose þegar við erum komin til Maríu. Áætlun að gista alls 3 nætur einhvers staðar. Í Oregon fylki ætlum við að skoða vínekru sem er í eigu einhvers gaurs sem er giftur íslenskri konu og er vínekran í bæ sem heitir "DUNDEE". Verðum að stoppa hjá Dundee. Og svo vil ég koma við í SALEM, er það ekki must, þó ekki salem slims...á ekki von á því að fólk í Salem sé neitt í verri holdum en annars staðar í usa.
En að öllum gamni slepptu, þarf að skella mér í sturtu, vekja krakkana og gera morgunverkin! eftir kaffibollann...yfir og út...

fimmtudagur, júní 19, 2008

Svaf allt of lengi og það er merki þessi að ég nenni ekki að vakna. Fórum til Vancouver í Kanda í fyrradag, u.þ.b. þriggja tíma keyrsla þangað. Ótrúlega falleg borg, flottar búiðir og alles. Í gær fór John svo með krakkana í hjólatúr í einhverjum garði og við Kris misstum okkur í búðum. Fórum inn í rádýrar ógeðslega flottar búðir og enduðum í Nordstrom þar sem Kris keypti sér bara geðveika skó. Ég keypti mér tösku í uppáhaldsbúðinni minni hér, Betsey Johnson. Á orðið frá henni hversdagstösku, samkvæmistösku, snyrtitösku, hulstur utan um símann minn og ipodið og svarta litla peysu. Og by the way síminn minn hefur skipt um útlit og er núna eins og útprjónaður og glæsilegur og passar algjörlega við mitt fallega Betsey Johnson hulstur.
Í dag hefði ég viljað halda til Kaliforníu en við förum á morgun og vonandi tekst okkur að leggja af stað sæmilega snemma því það er ekkert leiðinlegra en að keyra í myrkri. Áætlum að gista 2-3 nætur á mótelum/hótelum á leiðinni til San José. Stoppa í Portland, Oregon og kannski í Salem svona bara út á nafnið. Stelpunum langar að fara til LA líka bara upp á nafnið og láta taka af sér myndir á Hollywood Blv.
Trúlegast verður farið á litla strönd í dag úr því sólin lætur sjá sig, pakka svo í kvöld og leggja í hann...þjáist enn af heimþrá og verslunarferð dauðans breytir því lítið...

Skórnir hennar Kristínar - Petra vill fá þá....



Og slóðin á Betsey Johnson: http://www.betseyjohnson.com/

mánudagur, júní 16, 2008

Klukkan rúmlega níu að morgni. Vakti lengi frameftir í gær, trúlega til fjögur eftir að hafa sofnað um sjöleytið og sofið af mér pictionary.
Fórum í vatnagarð í gær og allir skemmtu sér ágætlega, frítt í öll tæki og garðurinn skiptist í venjulegan skemmtigarð og svo vatnagarð, svoldið eins og garðurinn í danmörku sem ég man ekki hvað heitir. Fór í stærsta trérússibana sem ég hef farið í, elska þannig tæki. Vil heldur að þessir rússibanar líti út eins og þeir séu að detta í sundur, heldur en þessa nýtískulegu sem fara í alls konar viðbjóðslegar lúppur og veltandi á allar hliðar. Hafði svoldið á tilfinningunni þarna í garðinum að ég færi stödd á Íslandi, íslendingar eru nefnilega að verða eins og ameríkanar í laginu, spikið flæðir allsstaðar yfir buxnastrenginn og maginn vellandi. Reyndar eru kannski ekki allir íslendingar orðnir svona en það var auðveldara í þessum garði að telja þá mjóu en þá feitu, trúlega voru þeira ekki fleiri en fingurnir.
Í dag skín sól í heiði og eiginlega synd að eyða hálfu deginum innandyra þótt við séum á leiðinni í dekur. Stelpurnar að fara í fyrsta skipti og þær fá allt saman, andlitshreinsun, hand- og fótsnyrtingu og nudd. Byrja klukkan 10 og búnar kl. tvö. Svo er víst PLANIÐ að fara með ferju eitthvað....þoli ekki þegar planað er fyrir mig. Get ekki sagt að ég sé spennt fyrir því að fara með ferju eitthvað í 45 mín. Bjó á Skaganum þegar Boggann var og hét og fannst það með lengstu klukkutímum. En...ég lifi það trúlega af...vil fara til Kaliforníu um miðja þessa viku, þó ég sé nokkuð viss um að það er ekki á PLANINU...

sunnudagur, júní 15, 2008

Náði loksins að svissa yfir í íslenska stafi. Þoli ekki þetta enska lyklaborð. Erum í Seattle í typical íslensku veðri, frekar svalt og lítil sem engin sól, enginn rigning samt. Flug frá Boston til Seattle var óheyrilega langt og leiðinlegt. Vélin þurfti að fljúga yfir Kanada til að forðast eitthvað óveður yfir Idao eða eitthvað. Klukkutíma seinkun á flugvellinum inni í vélinni og flugið ömurlega langt. Var með mikla heimþrá hér á öðrum degi og var pirraðri en ansk... en allt í keyinu núna. Fórum í dag í nálina, borðuðum á veitingastaðnum sem er þar efst upp í 5mílna hæð...allt hér í mílum og únsum. Staðurinn snýst í kringum sjálfan sig svona líkt og perlan. Og svo var farið í einhver tæki, vatnarússibana og alles og endan í einhverjum boltaleik þar sem allir fengu útrás og við unnum risastóra slöngu, aðra aðeins minni og svo litla mús. Allir sáttir og glaðir. Tristan orðinn húkkt á tennis og John þarf að þarf að fara með hann oft á dag til að spila. Í kvöld sagðist hann hafa malað pabbann. Og svo erum við Kris búnar að drekka milljón cosmopolitan og hafa ofan af fyrir heimsins mestu nördum, allir í stærðfræði og allir komnir með tölvurnar sínar að leysa einhverjar óleysanlegar stærðfræðiþrautir. Glenn er að keyra þá heim núna, Tristan og Jánsinn að glápa á sjónvarpið í stofunni, ég í tölvunni, stelpurnar í sínum herbergi, Kris og Isabelle sofnaðar og ég á leið í háttinn, verulega hátt uppi eftir alla þesa cosmopolitan drykkju. Á morgun er spáð sólskini og við ætlum í vatnagarð eldsnemma. Ameríka grate as always þegar frá er talin heimþrá sem gerir vart við sig hjá öllum öðru hvoru...

þriðjudagur, júní 10, 2008

Well, smablogg fra USA. Erum her i oheyrilegri hitabylgju, hitinn nalaegt 40 gradum. Yfirleitt er hitinn her a tessum tima um 75F en nuna er hann um 100F. Forum til Seattle um fimmleytid i dag og lendum tar nalaegt midnaetti. Erum buin ad vera a hoteli, eitthvad sem krakkarnir hafa aldrei reynt, fyrir utan smakytruna i Danmorku sem varla gat kallast hotel. Herbergid sem vid stelpurnar vorum i var svo litid ad tad turfti ad fara ut til ad skipta um skodun.
Og Gunnsa, ipodin aettu ad vera komin til landsins, bara hringja i my bro.
Skrifa meira sidar, er ad vara ad kila vombina...

laugardagur, júní 07, 2008

Geri Gunnsunni það til geðs að skrifa nokkur orð áður en haldið er í þriggja vikna reisu til lands einskis og allsnægta, US of A.
Er búin að vera í fríi í vinnunni síðan á fimmtudag, þurfti að útrétta svona hitt og þetta, kaupa fleiri ferðatöskur og svona. Á engin föt til að vera í í 35 stiga hita, er með feitustu fótleggi í heimi og ekki alveg að fíla mig, en hvað um það. Ferðinni heitið til Boston, Seattle og Kaliforníu. Munum leika þetta af fingrum fram þegar þangað er komið. Reyndar ætlar Rúskan að fara í Great America sem er einhver risaskemmtigarður í Kaliforníu og nú ætlar hún sko í alla rússíbanana sem hún fékk ekki að fara í síðast þegar við vorum þarna. Þá "stóð hún nefnilega ekki út úr hnefa", var sem sagt of smávaxin til að mega fara í þetta dót allt saman. Og vonandi náum við San Fransisco í þetta sinnið, en það náðist ekki vegna þessa að Rúskan hin eina sanna slasaðist á fæti og var hoppandi á einum fæti þegar átti að fara þangað.
Annars er leyndóið sem Gunnsan hefur verið að ýja að yfirstaðið. Við stöllurnar eru sem sagt orðnar formlegir félagar í Kvennakór Grand Rokks, ég legg ekki meira á ykkur. Algjörlega ógeðslega gaman að syngja í svona litlum kór undir stjórn Andreu Gylfa. Og engin bjóst við einu eða neinu en við vorum bara dúndrandi fínar og sönggleðin algjörlega í fyrirrúmi. Og á sunnudaginn þegar menningarhátíð GrandRokks lýkur er búið að biðja um að kórinn slútti hátíðinni og endurtaki sönginn. Því miður verð ég fjarri góðu gamni en ég hefði svo sannarlega viljað syngja aftur með þessum kerlum. Gunnsan syngur bara helmingi hærra, en ég mun vera með þeim í huganum trallandi Rosa Marie.
Ætlaði að vera búin að pakka ofan í töskur en er eiginlega ekki byrjuð. Kannski ráð að fara að sofa í hausinn á sér, er á leið í klippingu á morgun ásamt Snallanum sem treystir einungis sömu gellunni til að klippa á sér hausinn...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter