<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 26, 2008

Þar sem frá var horfið...gistum á Embassy Suite, Best Western, Red Lion og Holliday Inn...meira til upprifjunar fyrir mig...er með nánast ekkert skammtímaminni.
Eftir að hafa keyrt í gegnum vinecountry þar sem allt er spikk og span tóku hickvillin við. Fyrsta stopp af í einhverjum frægum strandbæ sem í rigningarúðanum leit út eins og Þorlákshöfn. Snjóhvítum börnin mín þustu niður á strönd í norðannepjunni á peysunni og fíluðu sig í botn þó það væri hífandi rok og þoka. Áfram var haldið og ákveðið að velja hótel áður en það yrði dimmt. Best Western varð fyrir valinu, tvö herbergi, stofa og eldhús. Trillinn sem ekki segist þola hótel vildi eftir það einungis gista á Best Western. Hann segist ekki geta sofið á hótelum en þarna svaf hans eins og ljós, þó hann hafi vaknað um nóttina til að setja á sig plástur. Hann hrasaði í vatnagarði í Seattle og hruflaði illa á sér ökklann.
Ferðinni haldið áfram og út úr Oregon yfir til Kaliforníu. Ég átti nú fastlega von á því að nú tæki við meiri menning en það var nú aldeilis ekki. Hvert þorpið á fætur öðru, hvert öðru ljótara eða þannig þó landslagið á milli staða væri yfirleitt stórbrotið og fallegt. Gistum næst í mjög fallegum bæ sem mig minnir að heiti Groberville. Og enn svaf Trillinn eins og steinn. Þegar komið var lengra inn í Kaliforníu var ákveðið að fara á ströndina og keyrðum við í klukkutíma til að komast þangað. Fundum ekki neina almennilega strönd, komum við í afskaplega fallegum bæ sem minnti svoldið á Arnarstapa með klettum út í sjó, en stoppuðum lítið. Þá vorum við komin af þjóðvegi 101 og farin yfir á þjóðveg 1. Halda mætti að það væri nú aðalvegurinn, ónei, Kambarnir gömlu voru hátíð miðað við þetta, hrikalegir fjallvegir sem hlykkjuðust eftir hamrabeltinu og horft beint ofan í sjó. Fyrst komu hlykkir í 21mílu á varla tvíbreiðum vegi. Keyrðum í gegnum nokkra bæi með íbúafjöld frá 183-435 og þegar kom að næst þyrftum við að keyra í 17 mílur eftir hlykkjóttum vegi var mér nóg boðið. Alveg búin að fá nóg af þessum þjóðegi 1. Svo við keyrði inn í landið eftir einhverjum Mt. View Road og keyrðum þar framhjá einum af þessum mörgu skógareldum sem nú eru hér í Kaliforníu. Komumst yfir á þjóðveg 101 aftur og þar spurði okkur kona hvort hægti væri að fara þarna um því í útvarpinu væri verið að segja að það væri verið að tæma hús á þessum sama vegi og við fórum um. Svo við rétt sluppum fyrir horn þar. Áfram á þjóðvegi 101 nálguðumst við Los Gatos en ákváðum að gista eina nótt í Santa Rosa, en stoppuðum áður en við komum þangað og gistum á Holliday inn í bæ sem heitir Windsor stutt frá Santa Rosa.
Lögðum svo af stað frekar snemma og keyrðum inn í San Fransisco yfir Golden Gate, og keyrðum nokkrar brattar götur í San Fransisco áður en haldið væri til Maríu.
Í minningunni var það versta sem til var að keyra til Maríu sem býr í fjöllunum fyrir ofan Los Gatos en eftir að keyra alla þessa hrikalegu fjallvegi var þetta bara pís of keik og ekkert langt eða neitt.
Í gær var farið á ströndina og í skemmtigarðinn með háu vatnsrennibrautinni sem var bæ ðe vei jafnhrikaleg og hún var í minningunni ef ekki verri. Í dag er stefnan á að finna Best Buy hér nálægt og rölta um Los Gatos sem er mjög fallegur bær er mér sagt...
Og ég setti eitthvað af tónlist inn á iPodið mitt af iTunes-inu hjá Dee svo það er ekki alveg berstrípað greyið lengur...See ya...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter