<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 30, 2008

Bíð eftir því að börnin mín dúlli sér í sturtu og hafi sig til. Alltaf sama sólarblíðan hér í Kaliforníu og svo er mér sagt það bíði mín sólskin þegar heim kemur. Hvað er orðið um rigninguna sem allar spár segja að eigi að vera heima. Ekki það að ég vilji rok og rigningu, er orðin von sólinni hér og verð í fríi út vikuna svo það er fínt að fá meiri sól í kroppinn.
Léttuútilega næstu helgi og börnin mín vilja EKKI fara í hana. Veit ekki hvort ég nenni, tek þá kannski Gunnsuna með mér eða eitthvað.
Á fastlega von á að mitt fólk verði orðið svoldið vansvefta eftir flugið heim, þó ég voni nú að allir sofi eitthvað. Rúmlega sex klst. flug frá San Jose til Boston og svo rúmir fimm tímar heim, með nokkra klukkustunda stoppi í Boston. Af hverju er ekki hægt að leggja járnbraut um heiminn þveran og endilangan....??
Hlakka til að koma heim. Þetta er búin að vera frábær ferð en heima er alltaf best...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter