fimmtudagur, júní 26, 2008
Ég er nú meiri dæmalausi asninn stundum. Eftir síðustu skrif, rétt fyrir langa keyrslu til Kaliforníu ákvað ég að setja myndirnar af myndavélinni inn á ipodið, kubburinn orðinn fullur og svona. Jú, jú, gert þetta margsinnis...svo byrjar ipodið að synca sig við tölvuna hjá Kris og mín ekki sú allra þolinmóðasta, ýti á miðjutakkann og menutakkan á pottinum og volla...öll tónlist og bíómyndir farnar út. Shit...og öll itunes-ið geymt á diskinum sem trúlega er ónýtur. Glen að tékka hvort hægt er að bjarga einhverju af honum. Gott að vita það að Gunnsan er með megnið af itunes-inu mínu inn á sínum ipod. Apple...drasl...eða er ég bara svona óþolinmóð að ég hafi ekki þolinmæði til að bíða eftir einhverju synci í smátíma...en nóg um það.
Keyrðum á fjórum dögum frá Seattle til Los Gatos. Keyrðum sem sagt allt Oregon fylki og hálfa Kaliforníu. Stelpurnar vildu fara til LA en Jánsinn er alveg búinn að fá nóg af keyrslu svo það gerist ekki í þetta sinnið að við heimsækjum fræga fólkið í Hollývúdd. Við keyrðum ekki hraðbrautina heldur þjóðveg 101 mestan part leiðarinnar. Gistum fyrstu nóttina í Portland en Kris og Isabelle komu með okkur þangað. Komum við á Ponzi vínekrunni og keyptum þar eðalvín og keyrðum svo og borðuðum í Dundee, ansi hreint menningarlegur bær og fallegur. Kris snéri við og keyrði aftur til Seattle en við heldum áfram sem leið lá eftir þjóðvegi 101. Gistum aðra nóttina í einhverjum krummaskuðsbæ en samt á ágætis hóteli með sundlaug og alles. Heldum svo áfram og keyrðum í gegnum hvern bæinn á fætur öðrum þar sem eiginlega ekkert var og maður skilur ekki alveg hvað fólk er að búa þarna og á hverju það lifir. Óttalegir Hickville allt saman. Skrifa meira síðar...er orðin dáldið sybbin....
Keyrðum á fjórum dögum frá Seattle til Los Gatos. Keyrðum sem sagt allt Oregon fylki og hálfa Kaliforníu. Stelpurnar vildu fara til LA en Jánsinn er alveg búinn að fá nóg af keyrslu svo það gerist ekki í þetta sinnið að við heimsækjum fræga fólkið í Hollývúdd. Við keyrðum ekki hraðbrautina heldur þjóðveg 101 mestan part leiðarinnar. Gistum fyrstu nóttina í Portland en Kris og Isabelle komu með okkur þangað. Komum við á Ponzi vínekrunni og keyptum þar eðalvín og keyrðum svo og borðuðum í Dundee, ansi hreint menningarlegur bær og fallegur. Kris snéri við og keyrði aftur til Seattle en við heldum áfram sem leið lá eftir þjóðvegi 101. Gistum aðra nóttina í einhverjum krummaskuðsbæ en samt á ágætis hóteli með sundlaug og alles. Heldum svo áfram og keyrðum í gegnum hvern bæinn á fætur öðrum þar sem eiginlega ekkert var og maður skilur ekki alveg hvað fólk er að búa þarna og á hverju það lifir. Óttalegir Hickville allt saman. Skrifa meira síðar...er orðin dáldið sybbin....
Comments:
Skrifa ummæli