laugardagur, júní 07, 2008
Geri Gunnsunni það til geðs að skrifa nokkur orð áður en haldið er í þriggja vikna reisu til lands einskis og allsnægta, US of A.
Er búin að vera í fríi í vinnunni síðan á fimmtudag, þurfti að útrétta svona hitt og þetta, kaupa fleiri ferðatöskur og svona. Á engin föt til að vera í í 35 stiga hita, er með feitustu fótleggi í heimi og ekki alveg að fíla mig, en hvað um það. Ferðinni heitið til Boston, Seattle og Kaliforníu. Munum leika þetta af fingrum fram þegar þangað er komið. Reyndar ætlar Rúskan að fara í Great America sem er einhver risaskemmtigarður í Kaliforníu og nú ætlar hún sko í alla rússíbanana sem hún fékk ekki að fara í síðast þegar við vorum þarna. Þá "stóð hún nefnilega ekki út úr hnefa", var sem sagt of smávaxin til að mega fara í þetta dót allt saman. Og vonandi náum við San Fransisco í þetta sinnið, en það náðist ekki vegna þessa að Rúskan hin eina sanna slasaðist á fæti og var hoppandi á einum fæti þegar átti að fara þangað.
Annars er leyndóið sem Gunnsan hefur verið að ýja að yfirstaðið. Við stöllurnar eru sem sagt orðnar formlegir félagar í Kvennakór Grand Rokks, ég legg ekki meira á ykkur. Algjörlega ógeðslega gaman að syngja í svona litlum kór undir stjórn Andreu Gylfa. Og engin bjóst við einu eða neinu en við vorum bara dúndrandi fínar og sönggleðin algjörlega í fyrirrúmi. Og á sunnudaginn þegar menningarhátíð GrandRokks lýkur er búið að biðja um að kórinn slútti hátíðinni og endurtaki sönginn. Því miður verð ég fjarri góðu gamni en ég hefði svo sannarlega viljað syngja aftur með þessum kerlum. Gunnsan syngur bara helmingi hærra, en ég mun vera með þeim í huganum trallandi Rosa Marie.
Ætlaði að vera búin að pakka ofan í töskur en er eiginlega ekki byrjuð. Kannski ráð að fara að sofa í hausinn á sér, er á leið í klippingu á morgun ásamt Snallanum sem treystir einungis sömu gellunni til að klippa á sér hausinn...
Er búin að vera í fríi í vinnunni síðan á fimmtudag, þurfti að útrétta svona hitt og þetta, kaupa fleiri ferðatöskur og svona. Á engin föt til að vera í í 35 stiga hita, er með feitustu fótleggi í heimi og ekki alveg að fíla mig, en hvað um það. Ferðinni heitið til Boston, Seattle og Kaliforníu. Munum leika þetta af fingrum fram þegar þangað er komið. Reyndar ætlar Rúskan að fara í Great America sem er einhver risaskemmtigarður í Kaliforníu og nú ætlar hún sko í alla rússíbanana sem hún fékk ekki að fara í síðast þegar við vorum þarna. Þá "stóð hún nefnilega ekki út úr hnefa", var sem sagt of smávaxin til að mega fara í þetta dót allt saman. Og vonandi náum við San Fransisco í þetta sinnið, en það náðist ekki vegna þessa að Rúskan hin eina sanna slasaðist á fæti og var hoppandi á einum fæti þegar átti að fara þangað.
Annars er leyndóið sem Gunnsan hefur verið að ýja að yfirstaðið. Við stöllurnar eru sem sagt orðnar formlegir félagar í Kvennakór Grand Rokks, ég legg ekki meira á ykkur. Algjörlega ógeðslega gaman að syngja í svona litlum kór undir stjórn Andreu Gylfa. Og engin bjóst við einu eða neinu en við vorum bara dúndrandi fínar og sönggleðin algjörlega í fyrirrúmi. Og á sunnudaginn þegar menningarhátíð GrandRokks lýkur er búið að biðja um að kórinn slútti hátíðinni og endurtaki sönginn. Því miður verð ég fjarri góðu gamni en ég hefði svo sannarlega viljað syngja aftur með þessum kerlum. Gunnsan syngur bara helmingi hærra, en ég mun vera með þeim í huganum trallandi Rosa Marie.
Ætlaði að vera búin að pakka ofan í töskur en er eiginlega ekki byrjuð. Kannski ráð að fara að sofa í hausinn á sér, er á leið í klippingu á morgun ásamt Snallanum sem treystir einungis sömu gellunni til að klippa á sér hausinn...
Comments:
Skrifa ummæli