<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 15, 2008

Náði loksins að svissa yfir í íslenska stafi. Þoli ekki þetta enska lyklaborð. Erum í Seattle í typical íslensku veðri, frekar svalt og lítil sem engin sól, enginn rigning samt. Flug frá Boston til Seattle var óheyrilega langt og leiðinlegt. Vélin þurfti að fljúga yfir Kanada til að forðast eitthvað óveður yfir Idao eða eitthvað. Klukkutíma seinkun á flugvellinum inni í vélinni og flugið ömurlega langt. Var með mikla heimþrá hér á öðrum degi og var pirraðri en ansk... en allt í keyinu núna. Fórum í dag í nálina, borðuðum á veitingastaðnum sem er þar efst upp í 5mílna hæð...allt hér í mílum og únsum. Staðurinn snýst í kringum sjálfan sig svona líkt og perlan. Og svo var farið í einhver tæki, vatnarússibana og alles og endan í einhverjum boltaleik þar sem allir fengu útrás og við unnum risastóra slöngu, aðra aðeins minni og svo litla mús. Allir sáttir og glaðir. Tristan orðinn húkkt á tennis og John þarf að þarf að fara með hann oft á dag til að spila. Í kvöld sagðist hann hafa malað pabbann. Og svo erum við Kris búnar að drekka milljón cosmopolitan og hafa ofan af fyrir heimsins mestu nördum, allir í stærðfræði og allir komnir með tölvurnar sínar að leysa einhverjar óleysanlegar stærðfræðiþrautir. Glenn er að keyra þá heim núna, Tristan og Jánsinn að glápa á sjónvarpið í stofunni, ég í tölvunni, stelpurnar í sínum herbergi, Kris og Isabelle sofnaðar og ég á leið í háttinn, verulega hátt uppi eftir alla þesa cosmopolitan drykkju. Á morgun er spáð sólskini og við ætlum í vatnagarð eldsnemma. Ameríka grate as always þegar frá er talin heimþrá sem gerir vart við sig hjá öllum öðru hvoru...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter