<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 19, 2008

Svaf allt of lengi og það er merki þessi að ég nenni ekki að vakna. Fórum til Vancouver í Kanda í fyrradag, u.þ.b. þriggja tíma keyrsla þangað. Ótrúlega falleg borg, flottar búiðir og alles. Í gær fór John svo með krakkana í hjólatúr í einhverjum garði og við Kris misstum okkur í búðum. Fórum inn í rádýrar ógeðslega flottar búðir og enduðum í Nordstrom þar sem Kris keypti sér bara geðveika skó. Ég keypti mér tösku í uppáhaldsbúðinni minni hér, Betsey Johnson. Á orðið frá henni hversdagstösku, samkvæmistösku, snyrtitösku, hulstur utan um símann minn og ipodið og svarta litla peysu. Og by the way síminn minn hefur skipt um útlit og er núna eins og útprjónaður og glæsilegur og passar algjörlega við mitt fallega Betsey Johnson hulstur.
Í dag hefði ég viljað halda til Kaliforníu en við förum á morgun og vonandi tekst okkur að leggja af stað sæmilega snemma því það er ekkert leiðinlegra en að keyra í myrkri. Áætlum að gista 2-3 nætur á mótelum/hótelum á leiðinni til San José. Stoppa í Portland, Oregon og kannski í Salem svona bara út á nafnið. Stelpunum langar að fara til LA líka bara upp á nafnið og láta taka af sér myndir á Hollywood Blv.
Trúlegast verður farið á litla strönd í dag úr því sólin lætur sjá sig, pakka svo í kvöld og leggja í hann...þjáist enn af heimþrá og verslunarferð dauðans breytir því lítið...

Skórnir hennar Kristínar - Petra vill fá þá....



Og slóðin á Betsey Johnson: http://www.betseyjohnson.com/
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter