föstudagur, júní 20, 2008
Upprunninn ferðadagur. Höldum í dag upp í keyrsluna miklu til Kaliforníu. Fyrsta stopp er Portland, Oregon þar sem við munun gista næstu nótt. Kristín ætlar að keyra með okkur þangað og keyra svo heim aftur og svo kannski fljúga til San Jose þegar við erum komin til Maríu. Áætlun að gista alls 3 nætur einhvers staðar. Í Oregon fylki ætlum við að skoða vínekru sem er í eigu einhvers gaurs sem er giftur íslenskri konu og er vínekran í bæ sem heitir "DUNDEE". Verðum að stoppa hjá Dundee. Og svo vil ég koma við í SALEM, er það ekki must, þó ekki salem slims...á ekki von á því að fólk í Salem sé neitt í verri holdum en annars staðar í usa.
En að öllum gamni slepptu, þarf að skella mér í sturtu, vekja krakkana og gera morgunverkin! eftir kaffibollann...yfir og út...
En að öllum gamni slepptu, þarf að skella mér í sturtu, vekja krakkana og gera morgunverkin! eftir kaffibollann...yfir og út...
Comments:
Skrifa ummæli