<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Var víst í vinnunni síðast þegar ég skrifaði eitthvað. Var trufluð í miðjum klíðum. En ég er sem sagt komin í hundana. Fjölskyldan ákvað sem sagt að bæta við dýrahópinn og hr. Oliver eignaðist nýtt heimili tveimur dögum eftir heimsóknina hingað. Oliver er óttalega sætur, pissar og kúkar helst inni eins og hvolpa er von og vísa. Nikulás var nú ekki par sáttur fyrst en mér sýnist að hann líti nú á sig sem stóra bróður og er mjög virðulegur í framkomu við Oliver þó það sé stutt í eigingirnina þegar kemur að matarmálum og almennri athygli. Og krakkarnir reyna að standa við stóru orðin um að sjá um Oliver, þurrka upp pisseríð, með semingi þó.


Þetta er sem sagt Oliver.
Það er nú eiginlega ekki hægt annað en að falla fyrir þessum augum!!


Annars lítið að frétta nema góða veðrið er okkur Íslendinga lifandi að drepa. Og verslunarmannahelgin framundan. Og ég hlakka til að hitta Maríu, Arne og Daníel um helgina...

Og Birna systir farin að blogga...linkur inn á hana kominn hér til hliðar...

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Er löngu komin heim úr skemmtilegu ferðalagi til USA og hef nákvæmlega ekkert bloggað síðan.
Gunnhildur er komin í hundana og ég er að veltast í vafa um hvort ég eigi að gera slíkt hið sama. Fengum lánaðan ógislega sætan súkkulaðibrúnan hvolp sem krakkarnir eru þegar búnir að skíra Óliver. Jánsinn ekki viðræðuhæfur þessa dagana og ég veit ekki hvort ég nenni að vera með tvo hunda þó ég sé nokkuð viss um að Nikulás hefði gott af því að vera ekki sá einu sem fær athygli á heimilinu.
Var með dásamlega skemmtilegt MS partý á föstudaginn í blíðskaparveðri á pallinum. Borðað og drukkið og farið í pottinn og kjaftað og alles...á leið út í smók...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter