<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Ég skil ekki þegar mér dettur í hug að setja svona kannanir inn á bloggið mitt. Smitast trúlega af Gunnsunni sem getur algjörlega týnt sér í svona rugli, sbr. facebook.
Annars hef ég heldur betur látið hendur standa fram úr ermum þessa helgina. Búin að þvo báða sófana hátt og lágt, þ.e. setti púðana og utan af pullunum í nýviðgerða þvottavélina og nú líður mér vel. Ekki eins og um síðustu helgi sem var algjörlega ónýt sökum þvottavélarleysis.
Oliver á það nú ennþá til að gera þarfir sínar hér innan dyra en samt er þetta nú allt að koma. Hann og Nikulás eru bara ágætis vinir orðið, allavega heldur Oliver það. Nikki lætur sig hafa það þegar þessi litli flathundur lætur sig detta niður á hann og dröslast yfir hann að takmarki sínu, sem er yfirleitt það eitt að fleygja sér niður þar sem hann er staddur í það og það skiptið.
Jánsinn horfir á olympíuleikana, fer með Snallanum okkar í tennis og út að ganga með hundana. Setti honum þó fyrir það verkefni í gær að fara í Krónuna og versla. Hann þurfti innkaupalista - aldrei gerir neinn neitt svoleiðis fyrir mig. Skrifaði á miðann "í matinn" en ekkert kom af því þar sem ekki voru neinar nánari útlistingar á því hvað ég vildi að hann keypti "í matinn". Undarlegt...

miðvikudagur, ágúst 13, 2008



Þú ert vel steikt dramadrottning.




Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust
"rare",
"medium rare",
"medium" og
"well done" værir þú "well done". Jafnvel svo vel steikt að erfitt væri að sjá muninn á þér og skósóla. En velsteikta dramadrottningin kærir sig ekki um óvæntar uppákomur eins og matareitrun. Hún vill að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir og skipulagðir. Hún bleytir því einfaldlega upp í þurrum borgaranum með fullt af kokteilsósu.



Miklir leiðtogahæfileikar búa í vel steiktu dramadrottningunni. Hún er mjög yfirveguð og rökföst en einnig þrjósk.



Í raun verður nánast aldrei dramatískra eiginleika vart í fari vel steiktu dramadrottningarinnar. Ætli þeir hafi ekki drepist við steikingu. Það er þó tvennt sem getur komið hinni vel steiktu úr jafnvægi. Annars vegar hrár fiskur. Hins vegar þátturinn Frægir í form. Hún er enn að leita að fræga fólkinu í þættinum.


Hversu mikil dramadrottning ert þú?



Þú fellur fyrir froskum.





Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).



Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.



Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.



Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.



Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?
Þvottavélin komin heim og mér líður svo miklu, miklu, miklu betur...
Og við unnum Þjóðverja í Kína, snilldin ein...
Og ég er að farast í bakinu, þó ögn skárri en í gær, en þá var ég líka með magakveisu...
Og Rúskan mín komin með kærasta sem var fyrst bara vinur...
Og Nikulás og Oliver sem voru svo illa lyktandi í gær svo varla var hægt að sofa eru nú hreinir og fínir eftir góða sturtu...
Sem sagt lífið eiginlega bara sælt og gott eftir ekki svo góða eða skemmtilega helgi...
Og tannsi á morgun og kannski losna ég við spangirnar uppi...það er alltaf svo gott að eiga von...

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Eini fasti punkturinn í tilveru minni er á verkstæði, þ.e. þvottavélin mín. Það kemur enginn nálægt henni, hún er mín og allt sem í hana fer og úr henni kemur er mitt. Og nú hef ég verið án hennar allt of lengi og mér leiðist...

laugardagur, ágúst 09, 2008

Mamma mia hvað Clapton var góður. Snilldin ein í 40l stiga hita í Egilshöll. Svitinn lak niður kinnarnar enClapton svo góður að það eiginlega truflaði mann ekki neitt. Skipulag tónleikanna ekki góður og eiginlega verið að hegna fólki sem borgaði sig á A svæði, enginn bar og ekkert klósett, svoldil peniningalykt af þessu tónleikahaldi - miðað við meðalverð á miða kr. 8.000 x13000=112 milljónir. En Clapton allavega peninganna virði og meira en það...
Er að reyna að drusla mér í sturtu og setja mig í gaypridegöngugír. Er að hugsa um að vekja Tristan og draga hann með mér...Rúskan og Trínan eru báðar að fara með vinkonum sínum. Reyni ekki einu sinni að draga Jánsinn með mér, sem er kominn út í garð með kurlarann í gangi...

Er búin að fatta það að hjónaskilnaðir eru fjölskylduvandamál...það virðist vera að fólk eigi bágt með að slíta sig frá foreldrum sínum og láta þá ekki trufla sína eigin kjarnafjölskyldu...nenni ekki einu sinni að útskýra hvað ég er að fara með þessum pælingum...

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Þvottavélin mín fór á verkstæði í dag. Hefur ekki funkerað í eina 10 daga...það tók mig nokkra daga að horfast í augu við það að hún væri orðin heilalaus og þyrfti að komast í viðgerð og þá kom verslunarmannahelgi og ekki hægt að fá tíma fyrir hana fyrr en í dag. Í þvottahúsinu eru fjallháir haugar á hæð við Mt. Everest af óhreinum þvotti sem bíða þess að komast í nýviðgerða þvottavél sem enginn veit hvenær kemur úr viðgerð, trúlega ekki fyrir helgina einu sinni...æææ...

Er að fara í bíó á eftir með Gunnsunni og Lonní að sjá Mamma Mia. Og á morgun tónleikar með goðinu Clapton. Við vinkonurnar sögðu í denn...þ.e. endur fyrir löngu, að við gæfum mánaðarlaunin fyrir eina nótt með Bubba (hann var einu sinni sexí) en árslaunin fyrir Clapton. Ég er reyndar löngu búin að skipta um skoðun, held ekki að Clapton sé svo frábær í rúminu, til þess er hann með allt of litla höku. Nú eru mínar fantasíur með Jeff Bridges og Stallone...þó eitthvað sé nú farið að sjá á Stallone kallinum (og svo er hann víst svo lítill líka...þá á ég við hæðina)....rugl og vitleysa.

Hundarnir alveg vitlausir hér og Nikulás hleypur hér um húsið urrandi með Oliver á hælunum....

mánudagur, ágúst 04, 2008

Stundum er fólk fífl, en sl. fimmtudag gerði ég sjálfa mig að fífli. Hélt að ég væri að gera samstarfskonu minni stóran greiða með því að borga fyrir hana farmiða fram og til baka til Berlínar - hún er frá Póllandi - og með því að gera það, spara henni heilar 3 þús kr. sem er bókunargjald hjá Iceland Express ef ekki er keyptur miði á netinu. Hún ætlaði að fara í bankann kl. 15.00 og ná í peninga til að borga mér. Ekkert gerðist daginn þann. Á föstudagsmorgni tilkynnti hún mér að hún færi í bankann um hádegið. Upp úr hádeginu spyr hún mig svo hvort ég búist við því að fá borgað. Já, ég býst við því. Þá fæ ég sögu um húsaleigu og þetta og hitt sem hún þurfti að borga og hún eigi bara enga peninga en hún ætli að borga mér 50% í þessum mánuði og svo 50% í þeim næsta. "That's ok with you"!!!! Halló, hún bað mig aldrei um að lána sér fyrir miðanum og af hverju leið mér eins og ljóta karlinum í þessu öllu saman. Ég yppti öxlum og sagði henni að það yrði víst svo að vera, en eftir því sem ég hugsa meira um þetta ferli allt saman verð ég reiðari og reiðari út í hana og ekki minna út í sjálfa mig að vera svona mikið fífl. Ég vissi það allan tímann að hún mundi ekki borga mér. En ég þoli ekki þegar það er hreinlega logið upp í opið geðið á mér og farið aftan að mér. Góðmennska mín nær stundum ansi langt, en um leið og gengið er fram af mér verð ég sko ekki góðmennskan uppmáluð. Fæstum langar að lenda í mér í þeim ham. Og þessi kona gekk of langt. Ég er nýbúin að gefa henni rúm fyrir syni hennar, lök og rúmföt og fullt af fötum og svo er þetta þakklætið. Ég rétti henni litla fingur og tekur hún svo sannarlega alla hendina. Ég segi henni alveg örugglega skoðun mína á þessu ferli öllu saman þegar hún kemur aftur frá Póllandi.....shit...stupid me...Er ekki til námskeið í að læra að vera ekki svona aumingjagóð...

Annars er helgin búin að vera frábær. Stelpurnar mína úr Skipasundi komu á laugardaginn og við Rakelítan skelltum okkur í pottinn. "Það er svo heitt og notarlegt hér í pottinum, amma", sagði sú stutta. Um sexleytið komu svo Arne, María og Daníel og við grilluðum, drukkum, spiluðum og spjölluðum fram á nótt. Daníel fékk að lúra í bólinu mínum á meðan við spiluðum sænska spilið, og drukkum mojhito, rauðvín og cosmopólitan. Ótrúlega skemmtilegt kvöld og löngu kominn tími á að eyða stund með góðum vinum.

Í gær fórum við Jánsinn svo í Melgerðið í afmæli Halla eldri. Alltaf gott að koma í Melgerðið og þar var spjallað og étnar dýrindis fiskibollur að hætti melgerðinga.

Og núna ætla ég að færa rabbabarann og planta niður nokkrum trjám og blómum í garðinn. Jánsinn úti að slá og krakkarnir og hvuttarnir sofa...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter