sunnudagur, ágúst 17, 2008
Ég skil ekki þegar mér dettur í hug að setja svona kannanir inn á bloggið mitt. Smitast trúlega af Gunnsunni sem getur algjörlega týnt sér í svona rugli, sbr. facebook.
Annars hef ég heldur betur látið hendur standa fram úr ermum þessa helgina. Búin að þvo báða sófana hátt og lágt, þ.e. setti púðana og utan af pullunum í nýviðgerða þvottavélina og nú líður mér vel. Ekki eins og um síðustu helgi sem var algjörlega ónýt sökum þvottavélarleysis.
Oliver á það nú ennþá til að gera þarfir sínar hér innan dyra en samt er þetta nú allt að koma. Hann og Nikulás eru bara ágætis vinir orðið, allavega heldur Oliver það. Nikki lætur sig hafa það þegar þessi litli flathundur lætur sig detta niður á hann og dröslast yfir hann að takmarki sínu, sem er yfirleitt það eitt að fleygja sér niður þar sem hann er staddur í það og það skiptið.
Jánsinn horfir á olympíuleikana, fer með Snallanum okkar í tennis og út að ganga með hundana. Setti honum þó fyrir það verkefni í gær að fara í Krónuna og versla. Hann þurfti innkaupalista - aldrei gerir neinn neitt svoleiðis fyrir mig. Skrifaði á miðann "í matinn" en ekkert kom af því þar sem ekki voru neinar nánari útlistingar á því hvað ég vildi að hann keypti "í matinn". Undarlegt...
Annars hef ég heldur betur látið hendur standa fram úr ermum þessa helgina. Búin að þvo báða sófana hátt og lágt, þ.e. setti púðana og utan af pullunum í nýviðgerða þvottavélina og nú líður mér vel. Ekki eins og um síðustu helgi sem var algjörlega ónýt sökum þvottavélarleysis.
Oliver á það nú ennþá til að gera þarfir sínar hér innan dyra en samt er þetta nú allt að koma. Hann og Nikulás eru bara ágætis vinir orðið, allavega heldur Oliver það. Nikki lætur sig hafa það þegar þessi litli flathundur lætur sig detta niður á hann og dröslast yfir hann að takmarki sínu, sem er yfirleitt það eitt að fleygja sér niður þar sem hann er staddur í það og það skiptið.
Jánsinn horfir á olympíuleikana, fer með Snallanum okkar í tennis og út að ganga með hundana. Setti honum þó fyrir það verkefni í gær að fara í Krónuna og versla. Hann þurfti innkaupalista - aldrei gerir neinn neitt svoleiðis fyrir mig. Skrifaði á miðann "í matinn" en ekkert kom af því þar sem ekki voru neinar nánari útlistingar á því hvað ég vildi að hann keypti "í matinn". Undarlegt...
Comments:
Skrifa ummæli