laugardagur, ágúst 09, 2008
Mamma mia hvað Clapton var góður. Snilldin ein í 40l stiga hita í Egilshöll. Svitinn lak niður kinnarnar enClapton svo góður að það eiginlega truflaði mann ekki neitt. Skipulag tónleikanna ekki góður og eiginlega verið að hegna fólki sem borgaði sig á A svæði, enginn bar og ekkert klósett, svoldil peniningalykt af þessu tónleikahaldi - miðað við meðalverð á miða kr. 8.000 x13000=112 milljónir. En Clapton allavega peninganna virði og meira en það...
Er að reyna að drusla mér í sturtu og setja mig í gaypridegöngugír. Er að hugsa um að vekja Tristan og draga hann með mér...Rúskan og Trínan eru báðar að fara með vinkonum sínum. Reyni ekki einu sinni að draga Jánsinn með mér, sem er kominn út í garð með kurlarann í gangi...
Er búin að fatta það að hjónaskilnaðir eru fjölskylduvandamál...það virðist vera að fólk eigi bágt með að slíta sig frá foreldrum sínum og láta þá ekki trufla sína eigin kjarnafjölskyldu...nenni ekki einu sinni að útskýra hvað ég er að fara með þessum pælingum...
Er að reyna að drusla mér í sturtu og setja mig í gaypridegöngugír. Er að hugsa um að vekja Tristan og draga hann með mér...Rúskan og Trínan eru báðar að fara með vinkonum sínum. Reyni ekki einu sinni að draga Jánsinn með mér, sem er kominn út í garð með kurlarann í gangi...
Er búin að fatta það að hjónaskilnaðir eru fjölskylduvandamál...það virðist vera að fólk eigi bágt með að slíta sig frá foreldrum sínum og láta þá ekki trufla sína eigin kjarnafjölskyldu...nenni ekki einu sinni að útskýra hvað ég er að fara með þessum pælingum...
Comments:
Skrifa ummæli