mánudagur, ágúst 04, 2008
Stundum er fólk fífl, en sl. fimmtudag gerði ég sjálfa mig að fífli. Hélt að ég væri að gera samstarfskonu minni stóran greiða með því að borga fyrir hana farmiða fram og til baka til Berlínar - hún er frá Póllandi - og með því að gera það, spara henni heilar 3 þús kr. sem er bókunargjald hjá Iceland Express ef ekki er keyptur miði á netinu. Hún ætlaði að fara í bankann kl. 15.00 og ná í peninga til að borga mér. Ekkert gerðist daginn þann. Á föstudagsmorgni tilkynnti hún mér að hún færi í bankann um hádegið. Upp úr hádeginu spyr hún mig svo hvort ég búist við því að fá borgað. Já, ég býst við því. Þá fæ ég sögu um húsaleigu og þetta og hitt sem hún þurfti að borga og hún eigi bara enga peninga en hún ætli að borga mér 50% í þessum mánuði og svo 50% í þeim næsta. "That's ok with you"!!!! Halló, hún bað mig aldrei um að lána sér fyrir miðanum og af hverju leið mér eins og ljóta karlinum í þessu öllu saman. Ég yppti öxlum og sagði henni að það yrði víst svo að vera, en eftir því sem ég hugsa meira um þetta ferli allt saman verð ég reiðari og reiðari út í hana og ekki minna út í sjálfa mig að vera svona mikið fífl. Ég vissi það allan tímann að hún mundi ekki borga mér. En ég þoli ekki þegar það er hreinlega logið upp í opið geðið á mér og farið aftan að mér. Góðmennska mín nær stundum ansi langt, en um leið og gengið er fram af mér verð ég sko ekki góðmennskan uppmáluð. Fæstum langar að lenda í mér í þeim ham. Og þessi kona gekk of langt. Ég er nýbúin að gefa henni rúm fyrir syni hennar, lök og rúmföt og fullt af fötum og svo er þetta þakklætið. Ég rétti henni litla fingur og tekur hún svo sannarlega alla hendina. Ég segi henni alveg örugglega skoðun mína á þessu ferli öllu saman þegar hún kemur aftur frá Póllandi.....shit...stupid me...Er ekki til námskeið í að læra að vera ekki svona aumingjagóð...
Annars er helgin búin að vera frábær. Stelpurnar mína úr Skipasundi komu á laugardaginn og við Rakelítan skelltum okkur í pottinn. "Það er svo heitt og notarlegt hér í pottinum, amma", sagði sú stutta. Um sexleytið komu svo Arne, María og Daníel og við grilluðum, drukkum, spiluðum og spjölluðum fram á nótt. Daníel fékk að lúra í bólinu mínum á meðan við spiluðum sænska spilið, og drukkum mojhito, rauðvín og cosmopólitan. Ótrúlega skemmtilegt kvöld og löngu kominn tími á að eyða stund með góðum vinum.
Í gær fórum við Jánsinn svo í Melgerðið í afmæli Halla eldri. Alltaf gott að koma í Melgerðið og þar var spjallað og étnar dýrindis fiskibollur að hætti melgerðinga.
Og núna ætla ég að færa rabbabarann og planta niður nokkrum trjám og blómum í garðinn. Jánsinn úti að slá og krakkarnir og hvuttarnir sofa...
Annars er helgin búin að vera frábær. Stelpurnar mína úr Skipasundi komu á laugardaginn og við Rakelítan skelltum okkur í pottinn. "Það er svo heitt og notarlegt hér í pottinum, amma", sagði sú stutta. Um sexleytið komu svo Arne, María og Daníel og við grilluðum, drukkum, spiluðum og spjölluðum fram á nótt. Daníel fékk að lúra í bólinu mínum á meðan við spiluðum sænska spilið, og drukkum mojhito, rauðvín og cosmopólitan. Ótrúlega skemmtilegt kvöld og löngu kominn tími á að eyða stund með góðum vinum.
Í gær fórum við Jánsinn svo í Melgerðið í afmæli Halla eldri. Alltaf gott að koma í Melgerðið og þar var spjallað og étnar dýrindis fiskibollur að hætti melgerðinga.
Og núna ætla ég að færa rabbabarann og planta niður nokkrum trjám og blómum í garðinn. Jánsinn úti að slá og krakkarnir og hvuttarnir sofa...
Comments:
Skrifa ummæli