<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Þvottavélin mín fór á verkstæði í dag. Hefur ekki funkerað í eina 10 daga...það tók mig nokkra daga að horfast í augu við það að hún væri orðin heilalaus og þyrfti að komast í viðgerð og þá kom verslunarmannahelgi og ekki hægt að fá tíma fyrir hana fyrr en í dag. Í þvottahúsinu eru fjallháir haugar á hæð við Mt. Everest af óhreinum þvotti sem bíða þess að komast í nýviðgerða þvottavél sem enginn veit hvenær kemur úr viðgerð, trúlega ekki fyrir helgina einu sinni...æææ...

Er að fara í bíó á eftir með Gunnsunni og Lonní að sjá Mamma Mia. Og á morgun tónleikar með goðinu Clapton. Við vinkonurnar sögðu í denn...þ.e. endur fyrir löngu, að við gæfum mánaðarlaunin fyrir eina nótt með Bubba (hann var einu sinni sexí) en árslaunin fyrir Clapton. Ég er reyndar löngu búin að skipta um skoðun, held ekki að Clapton sé svo frábær í rúminu, til þess er hann með allt of litla höku. Nú eru mínar fantasíur með Jeff Bridges og Stallone...þó eitthvað sé nú farið að sjá á Stallone kallinum (og svo er hann víst svo lítill líka...þá á ég við hæðina)....rugl og vitleysa.

Hundarnir alveg vitlausir hér og Nikulás hleypur hér um húsið urrandi með Oliver á hælunum....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter