<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 02, 2008

Segjum svo að allt sé að fara til fjandans. Það væri þá ekki í fyrsta skipti í minni lífstíð. Fyrir 11. sept. 2001 var dollarinn 112 krónum, sem sagt því sama og núna. Svo erum við ekki bara á sama stað og þá.
Og á maður að vorkenna þessum gæjum sem hafa þegið milljónir í laun á mánuði í mörg ár þó eitthvað af þessum milljónum renni þeim aftur úr greipum. Það er af nógu að taka er það ekki. Það hefur alltaf verið betra að taka mikið af miklu en lítið af litlu. Væri ekki nær að þessir nýríku gæjar vorkenndu aðeins hinum almenna verkamanni sem búinn er að lepja dauðann úr skel á meðan þeir hafa makað krókinn í stað þess að vera sívælandi um hvað farið hafi verið illa með þá í þessari yfirtöku ríkisins á Glitni...svei þeim öllum saman...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter