<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Er búin að vera að reyna að koma þessu bloggi inn á facebook en það tekst ekki. Kann það einhver.
Dagarnir, vikurnar og mánuðurnir líða allt of hratt þrátt fyrir kreppu. Fór í gær með Jánsanum í jólagjafainnkaup, já ég veit að það er nóvember en ég nenni ekki að gera þetta korter fyrir jól. Keypti einhverjar tvær jólagjafir og það var allt og sumt. Og hvað maður verður þreyttur á þessu búðarápi. Þetta dregur úr manni alla orku. En einhvern veginn tekst nú samt að klára þetta fyrir hver jól.
Auglýsi hér með að Gunnsan er lögst í sörugerð og ef einhver hefur áhuga á að kaupa sörur endilega hafa samband við hana á blogginu hennar eða á fésinu. Hún er vinur minn.
Ætlaði í gær að kíkja aðeins á stelpurnar mínar í Skipasundinu. Rakelin lasin, en eftir þessa jólagjafaleit var úr mér allt loft og ég koðnaði bara niður í sófanum, reyndi að prjóna en rakti allt upp og hafði ekki orku í að byrja aftur.
Er reyndar búin að ganga frá þvotti og það var farið að sjá í botninn á körfunni þegar Rúskan birtist með fangið fullt og þar fór sá draumur að klára þvotta yfir helgina.
Er búin að vera einstaklega löt að blogga þó ýmislegt hrærist í kolli mínum þessa dagana. Sumt er birtingarhæft annað alls ekki....Sturta....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter