<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Það er ástand á Íslandi í dag. Allt í kringum mann fréttir maður af fólki sem er að missa vinnuna. Hrundin mín verður atvinnulaus eftir 2 vikur. Hún var á námssamningi hjá litlu fyrirtæki og þar greiða kúnnarnir ekki fyrir verkin og engin verkefni að koma inn og þeir eru nauðbeygðir til að loka. Svo ef einhver ykkar leikskólakennara þarna úti vita um lausa vinnu á leikskóla endilega hafa samband. Hrundin mín er einstaklega barngóð og var vel liðin á leikskólanum þar sem hún var að vinna áður en hún dreif sig í nám. Og Gunnsan þarf að minnka við sig vinnu og veit í rauninni ekkert hversu lengi hún heldur henni. Þetta er bara hörmunarástand og þetta er rétt að byrja.
Og svei mér þá að ég er farin að blóta Davíð og ég sem alltaf verið mikill Davíðssinni. Allt sem þessi angi gerir þessa dagana er rugl og hann er hrokafullur þegar hann talar, eiginlega bara óþolandi.
Burt með hann segir ég...
Annars er litla sæta frystikistan sem við fundum í Elkó eftir mikla leit komin í hús og inn í búr og er bara hin krúttlegasta þar sem hún bíður eftir að vera fyllt af ljúffengu nautakéti í kreppunni. Nú er um að gera að safna í sarpinn á þessum síðustu og verstu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter