<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Það eru greinilega allir hættir að blogga nema tengdadóttir mín enda er hún ekki komin á facebook. Málið er að það tekur mann smátíma að átta sig á því að facebook er ekki blogg og ef maður (kona) hefur þörf fyrir að tjá sig er fésið svo sannarlega ekki vettvangurinn. Þá er nú gott að eiga bloggið í handraðanum.
Svaf af mér kóræfinguna í kvöld...shit..en þannig er þetta bara stundum. Bara gat ekki haldið mér vakandi og því fór sem fór.
Er ekki að skilja alla þessa umferð á morgnana og allir of seinir í vinnuna eins og ég. Og svo er ég ekki alveg að fíla myrkrið...langar mest til að leggjast í híði fram í febrúar og vakna þá spræk og hress þegar birta fer af degi fyrr en nú er. Þó að ég sé vetrarbarn er ég ekkert alveg að meika veturinn í mesta skammdeginu. Og ekki á það bætandi að það sé kolsvarta myrkur á morgnana og kvöldin þegar maður fer í og úr vinnu þegar þjóðarsálin er öll í hálfgerðu myrkri. Nenni samt ekki lengur að velta mér upp úr þessari kreppu. Hún er greinilega komin til að vera og ég sem var farin að hlakka til þess að vera bara fín frú, sötra sherry með vinkonum mínum, sem líka eru fínar frúr, á kaffihúsum, fara til útlanda fimm sinnum á ári og bara slappa af. Kannski við verðum búin að ná okkur upp úr kreppunni þegar ég fer á eftirlaun...ef það verður þá eitthvað eftir af þeim...svo ég geti orðið fín frú og sötrað sherry. Þá verða börnin mín orðin útrásarvíkingar og þjóðin getur aftur lagst í sukk. Eða þá að okkur verður stjórnað af bjúrókratinu í Brussel og við getum ekki lengur einu sinni veitt okkur í soðið...nema með góðfúslegu leyfi þeirra...það verður skemmtilegt líf!
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter