sunnudagur, nóvember 30, 2008
Helgin er og verður ekki alveg eins og hafði planað hana. Fór í 30 afmælis Samskiptapartý á föstudagskvöldin sem ég hafði alls ekki ætlað í. Var lasin og drakk of mikið eða þá að hvítvínið fór svona illa í mig, ég varð allavega pissfull og man ekki alveg allt sem ég gerði og sagði þetta kvöld. Vaknaði á laugardagsmorgni lasin/þunn og engan vegin í ástandi til að passa Rakelítuna mína sem ætlaði að gista hjá ömmunni sinni. Hún var hérna reyndar yfir daginn meðan mömmsurnar hennar fóru að versla jólagjafir en það var ekki amman sem passaði hana heldur Trínan. Ætlaði á jólatónleika Voxara en fór ekki sökum heilsuleysis. Í morgun ætlaði ég svo að fara að syngja í messu í Bústaðakirkju með Léttum en fór ekki heldur. Er með hálsbólgu á háu stigi og með hita og bara öll ömurleg. Í kvöld er svo sólsnípuæfing og ég er ekki enn búin að gera það upp við mig hvort ég drullast á hana. Algjörlega óþolandi að vera lasin og má bara alls ekki vera að því. Ætlaði meira að segja að skreyta eitthvað fyrir jólin og Rakelítan hjálpaði mér að taka upp jólasveinana. Vildi helst sleppa Grýlu og Leppalúða, sagði þau ljót og leiðinleg, en jólakötturinn væri í lagi og lét alla klappa honum. Kyssti svo alla sveinana bless áður en hún fór. Og henni fannst ósköp leiðinlegt að geta ekki gist hjá ömmunni sinni.
Rúskan fékk bílprófið á föstudaginn og keyrði mig í partýið og sótti mig og þarf mikið að nota bílinn. Nú þarf að koma gömlu Toyota druslunni í sæmilegt horf svo hún þurfi ekki sífellt að vera að sníkja bílinn af mér. Og litli snallinn minn orðinn þrettán ár. Mér finnst vera kominn tími á að kaupa handa honum úlpu en hann álítur að veturinn sé nánast liðinn og algjör óþarfi að vera að eyða peningum í úlpu svona í kreppunni. Hann lifi veturinn af án þess.
Og ég verð að fara að drullast til að kaupa jólagjafir fyrir þá sem búa fyrir utan landsteinana og klára að prjóna það sem ég ætla að gefa í jólagjöf. Fokking shit hálsbólga...kannski ég skelli mér bara úr bænum...
Rúskan fékk bílprófið á föstudaginn og keyrði mig í partýið og sótti mig og þarf mikið að nota bílinn. Nú þarf að koma gömlu Toyota druslunni í sæmilegt horf svo hún þurfi ekki sífellt að vera að sníkja bílinn af mér. Og litli snallinn minn orðinn þrettán ár. Mér finnst vera kominn tími á að kaupa handa honum úlpu en hann álítur að veturinn sé nánast liðinn og algjör óþarfi að vera að eyða peningum í úlpu svona í kreppunni. Hann lifi veturinn af án þess.
Og ég verð að fara að drullast til að kaupa jólagjafir fyrir þá sem búa fyrir utan landsteinana og klára að prjóna það sem ég ætla að gefa í jólagjöf. Fokking shit hálsbólga...kannski ég skelli mér bara úr bænum...
Comments:
Skrifa ummæli