þriðjudagur, janúar 13, 2009
Ég orðin svoldið þreytt á því að það taki mig hálftíma að keyra upp Fellsmúlann á leið úr vinnuni. Skil ekki alveg gatnaframkvæmdir sem miðast að því einu að umferðin gangi ekki. Til hvers í veröldinni þarf allar þessar eyjur með trjám?? Þetta býður ekki upp á neitt annað en að ökumenn reyna að snúa við til að fara aðra leið, keyra upp á þessar helv.. eyjur og auka þar með hættuna á árekstrum og veseni.
Það er örugglega eitthvað annað sem ég er þreytt á...var á tímabili mjög pirruð á kantsteypuvélum borgarinnar sem leit stundum helst út fyrir að hefði verið sleppt lausum og þær steyptu síðan kanta út um allar trissur sem ekki þjónuðu neinum tilgangi öðrum en að keyrt væri yfir þær. Þetta kemur nú yfirleitt vel í ljós á sumrin en þá fara þær einmitt á stjá.
Það er örugglega eitthvað annað sem ég er þreytt á...var á tímabili mjög pirruð á kantsteypuvélum borgarinnar sem leit stundum helst út fyrir að hefði verið sleppt lausum og þær steyptu síðan kanta út um allar trissur sem ekki þjónuðu neinum tilgangi öðrum en að keyrt væri yfir þær. Þetta kemur nú yfirleitt vel í ljós á sumrin en þá fara þær einmitt á stjá.
Comments:
Skrifa ummæli