<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 10, 2009

Ég skil ekki af hverju ÉG fæ ekki borgað fyrir að vera með græna tunnu í stað þess að ég þurfi að borga. Er ekki stefnan að fá fólk til flokka heimilisruslið.
Ég vil alls ekki ganga í jakkafatasamfélagið EB en ég hef ekkert á móti evruskömminni. Þarf endilega að vilja bæði.
Ég þoli ekki að vera með hálsbólgu í svona assk...marga daga.
Mér finnst notarlegt og gott að fá Hrundina og Rakelítuna í heimsókn þó svo þær rusli út allt eldhúsið fyrir ullarþæfingu.
Mér blöskrar hvernig ísraelsmenn haga sér á Gaza.
Ég eldaða pasta pollo, bakaði brauð og gerði ís í dag þó ég hafi verið veik heima hjá mér.
Mér leiðist sjónvarpsdagskáin á föstudögum og laugardögum á öllum stöðvum og spyr hvar er hægt að draga upp allar þessar ótrúlega leiðinlegu bíómyndir. Það er ekki einu sinni hægt að prjóna yfir þeim.
Og kann einhver gott ráð til þess að fá hvolpskömmina mína til að hætta að kúka á teppið við hurðina út á pallinn????
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter