<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 16, 2009

Ég finn það þegar sumarið er komið hvað skipulagsleysið í mínu skipulagi fer í pirrurnar á mér. Og það er aðallega allur þessi fjandans þvottur sem er mig lifandi að drepa. Nenni ekki að eyða öllum helgum í það að þvo og þvo og þvo og þvo og brjóta saman þvott og ganga frá honum. Börnin mín ganga um eins og svín...með allri virðingu fyrir svínum...ganga aldrei frá eftir sig, setja ekki í uppþvottavélina, óhrein föt hlaðast upp á gólfunum hjá þeim og í óhreinatausdallinum og mamma gamla á bara að gera þetta. Í hvert skipti sem þau fara í sturtu eru tekin 2-3 risastór baðhandklæði, þau eru aldrei hengd upp heldur lenda þau á gólfinu og síðan í óhreinatauskörfunni. Og þetta er algjörlega að fara með skapið í mér sem hefur verið ótrúlega gott síðan ég byrjaði aftur að taka mitt gleðihormón. En aumingja litla gleðihormónið mitt bara hefur ekkert í við pirringinn. Helv. fokking fokk.
Nú er kominn tími til að dætur mínar 16 og 17 ára drullist sjálfar til að þvo sinn þvott. Nú set ég upp töflu, úthluta þeim þvottadögum og svo þýðir ekkert að kvarta meir í mér yfir því að ekki séu til hreinar næríur eða sokkar. Mammsan er komin í verkfall og nennir þessu ekki meir.
Mig langar út í garð í góða veðrinu eða bara spóka mig á Listahátíð...allavega eitthvað allt annað en að eyða helginni í þvottahúsinu.
Og sonur minn ljúfur þarf ekki síður að taka sig á en dæturnar. Og húsbóndinn líka....ég er búin að fá nóg og hana nú...sagði hænan og lagðist á bakið...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter