mánudagur, júní 01, 2009
Upp mín sál og allt mitt geð...svei mér ef þessi pottaferð með Gunnsunni og Lonni hafði ekki bætandi áhrif á sálarlífið. Drukkum allavega Ponzi hvítvítið sem ég keypti í USA löngu fyrir kreppu, þ.e. í júní í fyrra og skelfing var það gott.
En ástæðan fyrir þessu bloggi eru einfaldlega sú að ég er bara gjörsamlega að andast á þessu feisi, það er svo sló að þolinmæði mína þrýtur með det samme. Ég hef ekki þolinmæði í þennan snigilhraða sem er á feisinu undanfarna daga...kannski bara af því það er hvítasunnuhelgi og þetta eru kannski bara helgispjöll að vera að draslast á netinu á þegar helgislepjan á að drjúpa af manni. Þarf reyndar að fara að drusla mér í bæli, keyrsla á Skagann fyrir hádegi á morgun að sækja móður mína sem hefur dvalið þar undanfarna daga eftir mjaðmaaðgerð...so...to bed...
En ástæðan fyrir þessu bloggi eru einfaldlega sú að ég er bara gjörsamlega að andast á þessu feisi, það er svo sló að þolinmæði mína þrýtur með det samme. Ég hef ekki þolinmæði í þennan snigilhraða sem er á feisinu undanfarna daga...kannski bara af því það er hvítasunnuhelgi og þetta eru kannski bara helgispjöll að vera að draslast á netinu á þegar helgislepjan á að drjúpa af manni. Þarf reyndar að fara að drusla mér í bæli, keyrsla á Skagann fyrir hádegi á morgun að sækja móður mína sem hefur dvalið þar undanfarna daga eftir mjaðmaaðgerð...so...to bed...
laugardagur, maí 16, 2009
Ég finn það þegar sumarið er komið hvað skipulagsleysið í mínu skipulagi fer í pirrurnar á mér. Og það er aðallega allur þessi fjandans þvottur sem er mig lifandi að drepa. Nenni ekki að eyða öllum helgum í það að þvo og þvo og þvo og þvo og brjóta saman þvott og ganga frá honum. Börnin mín ganga um eins og svín...með allri virðingu fyrir svínum...ganga aldrei frá eftir sig, setja ekki í uppþvottavélina, óhrein föt hlaðast upp á gólfunum hjá þeim og í óhreinatausdallinum og mamma gamla á bara að gera þetta. Í hvert skipti sem þau fara í sturtu eru tekin 2-3 risastór baðhandklæði, þau eru aldrei hengd upp heldur lenda þau á gólfinu og síðan í óhreinatauskörfunni. Og þetta er algjörlega að fara með skapið í mér sem hefur verið ótrúlega gott síðan ég byrjaði aftur að taka mitt gleðihormón. En aumingja litla gleðihormónið mitt bara hefur ekkert í við pirringinn. Helv. fokking fokk.
Nú er kominn tími til að dætur mínar 16 og 17 ára drullist sjálfar til að þvo sinn þvott. Nú set ég upp töflu, úthluta þeim þvottadögum og svo þýðir ekkert að kvarta meir í mér yfir því að ekki séu til hreinar næríur eða sokkar. Mammsan er komin í verkfall og nennir þessu ekki meir.
Mig langar út í garð í góða veðrinu eða bara spóka mig á Listahátíð...allavega eitthvað allt annað en að eyða helginni í þvottahúsinu.
Og sonur minn ljúfur þarf ekki síður að taka sig á en dæturnar. Og húsbóndinn líka....ég er búin að fá nóg og hana nú...sagði hænan og lagðist á bakið...
Nú er kominn tími til að dætur mínar 16 og 17 ára drullist sjálfar til að þvo sinn þvott. Nú set ég upp töflu, úthluta þeim þvottadögum og svo þýðir ekkert að kvarta meir í mér yfir því að ekki séu til hreinar næríur eða sokkar. Mammsan er komin í verkfall og nennir þessu ekki meir.
Mig langar út í garð í góða veðrinu eða bara spóka mig á Listahátíð...allavega eitthvað allt annað en að eyða helginni í þvottahúsinu.
Og sonur minn ljúfur þarf ekki síður að taka sig á en dæturnar. Og húsbóndinn líka....ég er búin að fá nóg og hana nú...sagði hænan og lagðist á bakið...
þriðjudagur, janúar 13, 2009
Ég orðin svoldið þreytt á því að það taki mig hálftíma að keyra upp Fellsmúlann á leið úr vinnuni. Skil ekki alveg gatnaframkvæmdir sem miðast að því einu að umferðin gangi ekki. Til hvers í veröldinni þarf allar þessar eyjur með trjám?? Þetta býður ekki upp á neitt annað en að ökumenn reyna að snúa við til að fara aðra leið, keyra upp á þessar helv.. eyjur og auka þar með hættuna á árekstrum og veseni.
Það er örugglega eitthvað annað sem ég er þreytt á...var á tímabili mjög pirruð á kantsteypuvélum borgarinnar sem leit stundum helst út fyrir að hefði verið sleppt lausum og þær steyptu síðan kanta út um allar trissur sem ekki þjónuðu neinum tilgangi öðrum en að keyrt væri yfir þær. Þetta kemur nú yfirleitt vel í ljós á sumrin en þá fara þær einmitt á stjá.
Það er örugglega eitthvað annað sem ég er þreytt á...var á tímabili mjög pirruð á kantsteypuvélum borgarinnar sem leit stundum helst út fyrir að hefði verið sleppt lausum og þær steyptu síðan kanta út um allar trissur sem ekki þjónuðu neinum tilgangi öðrum en að keyrt væri yfir þær. Þetta kemur nú yfirleitt vel í ljós á sumrin en þá fara þær einmitt á stjá.
laugardagur, janúar 10, 2009
Ég skil ekki af hverju ÉG fæ ekki borgað fyrir að vera með græna tunnu í stað þess að ég þurfi að borga. Er ekki stefnan að fá fólk til flokka heimilisruslið.
Ég vil alls ekki ganga í jakkafatasamfélagið EB en ég hef ekkert á móti evruskömminni. Þarf endilega að vilja bæði.
Ég þoli ekki að vera með hálsbólgu í svona assk...marga daga.
Mér finnst notarlegt og gott að fá Hrundina og Rakelítuna í heimsókn þó svo þær rusli út allt eldhúsið fyrir ullarþæfingu.
Mér blöskrar hvernig ísraelsmenn haga sér á Gaza.
Ég eldaða pasta pollo, bakaði brauð og gerði ís í dag þó ég hafi verið veik heima hjá mér.
Mér leiðist sjónvarpsdagskáin á föstudögum og laugardögum á öllum stöðvum og spyr hvar er hægt að draga upp allar þessar ótrúlega leiðinlegu bíómyndir. Það er ekki einu sinni hægt að prjóna yfir þeim.
Og kann einhver gott ráð til þess að fá hvolpskömmina mína til að hætta að kúka á teppið við hurðina út á pallinn????
Ég vil alls ekki ganga í jakkafatasamfélagið EB en ég hef ekkert á móti evruskömminni. Þarf endilega að vilja bæði.
Ég þoli ekki að vera með hálsbólgu í svona assk...marga daga.
Mér finnst notarlegt og gott að fá Hrundina og Rakelítuna í heimsókn þó svo þær rusli út allt eldhúsið fyrir ullarþæfingu.
Mér blöskrar hvernig ísraelsmenn haga sér á Gaza.
Ég eldaða pasta pollo, bakaði brauð og gerði ís í dag þó ég hafi verið veik heima hjá mér.
Mér leiðist sjónvarpsdagskáin á föstudögum og laugardögum á öllum stöðvum og spyr hvar er hægt að draga upp allar þessar ótrúlega leiðinlegu bíómyndir. Það er ekki einu sinni hægt að prjóna yfir þeim.
Og kann einhver gott ráð til þess að fá hvolpskömmina mína til að hætta að kúka á teppið við hurðina út á pallinn????
þriðjudagur, desember 30, 2008
Já, eitt af mínum áramótaheitum verður að vera duglegri að blogga. Mér finnst verst að geta ekki tengt saman bloggið mitt og facebook en það er víst ekki á allt kosið í þessum heimi.
Er búin að eiga ótrúlega róleg og skemmtileg jól í faðmi fjölskyldunnar, ekkert stress eða læti. Síðan svokölluð kreppa skall á hefur einhvern veginn allt róast og allir velja íslenskt og allir velja fjölskylduna fram yfir allt annað. Allavega finnst mér það og það er eitthvað svo næs við það.
Og svo í dag upplifði ég annað sem er notarlegt í þessum hallandi heimi og það er að við bekkjarsystkinin úr k-bekknum í Öldutúnsskóla árg. 1954 hittumst á Fjörukránni. Ótrúlega margir af þessum 32 mættu. Við höfum sum okkar ekki sést síðan við vorum saman í tólf ára bekk og svei mér ef við höfum nokkuð breyst síðan þá. Og öll höfum við átt farsælt og skemmtilegt líf, eigum börn og barnabörn. Og Kristín kennarinn okkar var með okkur sem var líka svo frábært. Hún kenndi okkur allan barnaskólann. Og öll eigum við svo góðar minningar frá þessum tíma. Kristín var mikill frumkvöðull í skólastarfi, við lærðum að vinna sjálfstætt og í hópum, flytja fyrirlestur úr námsefninu með einungis nokkrum hjálparorðum, skrifa leikrit um námsefnið og búa til allskyns líkön, skrifa bekkjarblað og svo mætti lengi telja. Og það að hittast eftir allan þennan tíma var bara svo ótrúlega frábært og einhvern veginn yljar manni um hjartaræturnar. Og innan hópsins er læknir, tannlæknir, verkfræðingur, rafvirki, skólastjóri, kennari, arkitekt og guð má vita hvað við höfum lagt fyrir okkur í lífinu. Magnaður hópur og það á svo sannarleg um okkur, lengi býr að fyrstu gerð...
Er búin að eiga ótrúlega róleg og skemmtileg jól í faðmi fjölskyldunnar, ekkert stress eða læti. Síðan svokölluð kreppa skall á hefur einhvern veginn allt róast og allir velja íslenskt og allir velja fjölskylduna fram yfir allt annað. Allavega finnst mér það og það er eitthvað svo næs við það.
Og svo í dag upplifði ég annað sem er notarlegt í þessum hallandi heimi og það er að við bekkjarsystkinin úr k-bekknum í Öldutúnsskóla árg. 1954 hittumst á Fjörukránni. Ótrúlega margir af þessum 32 mættu. Við höfum sum okkar ekki sést síðan við vorum saman í tólf ára bekk og svei mér ef við höfum nokkuð breyst síðan þá. Og öll höfum við átt farsælt og skemmtilegt líf, eigum börn og barnabörn. Og Kristín kennarinn okkar var með okkur sem var líka svo frábært. Hún kenndi okkur allan barnaskólann. Og öll eigum við svo góðar minningar frá þessum tíma. Kristín var mikill frumkvöðull í skólastarfi, við lærðum að vinna sjálfstætt og í hópum, flytja fyrirlestur úr námsefninu með einungis nokkrum hjálparorðum, skrifa leikrit um námsefnið og búa til allskyns líkön, skrifa bekkjarblað og svo mætti lengi telja. Og það að hittast eftir allan þennan tíma var bara svo ótrúlega frábært og einhvern veginn yljar manni um hjartaræturnar. Og innan hópsins er læknir, tannlæknir, verkfræðingur, rafvirki, skólastjóri, kennari, arkitekt og guð má vita hvað við höfum lagt fyrir okkur í lífinu. Magnaður hópur og það á svo sannarleg um okkur, lengi býr að fyrstu gerð...
sunnudagur, nóvember 30, 2008
Helgin er og verður ekki alveg eins og hafði planað hana. Fór í 30 afmælis Samskiptapartý á föstudagskvöldin sem ég hafði alls ekki ætlað í. Var lasin og drakk of mikið eða þá að hvítvínið fór svona illa í mig, ég varð allavega pissfull og man ekki alveg allt sem ég gerði og sagði þetta kvöld. Vaknaði á laugardagsmorgni lasin/þunn og engan vegin í ástandi til að passa Rakelítuna mína sem ætlaði að gista hjá ömmunni sinni. Hún var hérna reyndar yfir daginn meðan mömmsurnar hennar fóru að versla jólagjafir en það var ekki amman sem passaði hana heldur Trínan. Ætlaði á jólatónleika Voxara en fór ekki sökum heilsuleysis. Í morgun ætlaði ég svo að fara að syngja í messu í Bústaðakirkju með Léttum en fór ekki heldur. Er með hálsbólgu á háu stigi og með hita og bara öll ömurleg. Í kvöld er svo sólsnípuæfing og ég er ekki enn búin að gera það upp við mig hvort ég drullast á hana. Algjörlega óþolandi að vera lasin og má bara alls ekki vera að því. Ætlaði meira að segja að skreyta eitthvað fyrir jólin og Rakelítan hjálpaði mér að taka upp jólasveinana. Vildi helst sleppa Grýlu og Leppalúða, sagði þau ljót og leiðinleg, en jólakötturinn væri í lagi og lét alla klappa honum. Kyssti svo alla sveinana bless áður en hún fór. Og henni fannst ósköp leiðinlegt að geta ekki gist hjá ömmunni sinni.
Rúskan fékk bílprófið á föstudaginn og keyrði mig í partýið og sótti mig og þarf mikið að nota bílinn. Nú þarf að koma gömlu Toyota druslunni í sæmilegt horf svo hún þurfi ekki sífellt að vera að sníkja bílinn af mér. Og litli snallinn minn orðinn þrettán ár. Mér finnst vera kominn tími á að kaupa handa honum úlpu en hann álítur að veturinn sé nánast liðinn og algjör óþarfi að vera að eyða peningum í úlpu svona í kreppunni. Hann lifi veturinn af án þess.
Og ég verð að fara að drullast til að kaupa jólagjafir fyrir þá sem búa fyrir utan landsteinana og klára að prjóna það sem ég ætla að gefa í jólagjöf. Fokking shit hálsbólga...kannski ég skelli mér bara úr bænum...
Rúskan fékk bílprófið á föstudaginn og keyrði mig í partýið og sótti mig og þarf mikið að nota bílinn. Nú þarf að koma gömlu Toyota druslunni í sæmilegt horf svo hún þurfi ekki sífellt að vera að sníkja bílinn af mér. Og litli snallinn minn orðinn þrettán ár. Mér finnst vera kominn tími á að kaupa handa honum úlpu en hann álítur að veturinn sé nánast liðinn og algjör óþarfi að vera að eyða peningum í úlpu svona í kreppunni. Hann lifi veturinn af án þess.
Og ég verð að fara að drullast til að kaupa jólagjafir fyrir þá sem búa fyrir utan landsteinana og klára að prjóna það sem ég ætla að gefa í jólagjöf. Fokking shit hálsbólga...kannski ég skelli mér bara úr bænum...
laugardagur, nóvember 22, 2008
Pistill Gerðar Kristnýjar í Fréttablaðinu í dag er eins og talað frá mínu hjarta...fyrir utan það að ég verð ekki fertug á næstu tveimur árum. En ég verð að segja að mér fannst það góð tilfinning að eiga þann möguleika opinn að skreppa til útlanda nokkrum sinnum á ári, hitta vini og vandamenn og versla fjandann ráðalausan. En nú er öldin önnur, er nú þegar búin að fresta þremur utanlandsferðum sem ég hafði fyrirhugað að fara í fyrir áramót í viðbót við þessar þrjár sem ég hafði þegar farið í. Og mér finnst það drulluskítt. Ég safnaði ekki hlutabréfum og krónubréfum og jöklabréfum og skuldum, hvað sem þetta heitir nú allt og ég byggði ekki 600 fermetra hús með auper íbúð og 5 milljóna eldhúseyju á þessum góðærisárum. Skipti hvorki út eldhúsinu né baðinu í húsinu mínu sem ég er nú búin að búa í í 12 ár þó ég hefði alveg getað myndkörfulán fyrir því. Og mér finnst það skítt að ég og aðrir "ekki" útrásarvíkingar eigi að súpa seiðið af þessu sukki öllu saman. Og ég bara get ekki vorkennt þessu nýríka liði sem ók um á reingróverum og byggði sér hallir og tók endalaus erlend lán þó það fari á hausinn og þurfi að byrja upp á nýtt. Mín samúð er hjá fólkinu sem lagði sparnaðinn sinn inn á "örugga" reikninga og tapaði aleigunni sem það ætlaði að nota til elliáranna. Því fólk sem er komið eða er að fara á eftirlaun hefur svo sannarlega unnið fyrir því að geta haft það skítsæmilegt eftir að það fer af vinnumarkaði.
Ég hef ekki farið niðrí bæ á laugardagseftirmiðdögum til að mótmæla þó ég hafi kannski hugsað um það, en ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi. Og nú eru þessi mótmæli að breytast í einhverjar 17. júní skemmtanir, fólk vill friðsamleg mótmæli svo það geti tekið með sér krakkana og haft það notarlegt í miðbænum. Að það sé skemmtilegra að kíkja aðeins í miðbæinn í stað þess að rápa um í Ikea eða Kringlunni eða Smáralind. Það er nefnilega svo merkilegt með íslendinginn að hann lætur smala sér í réttir eins og rollum á einhverja staði þar sem hugsanlega er hægt að fá pulsu og kók án þess að borga fyrir það. Átt svona huggulega fjölskyldustund á laugardagseftirmiðdegi á einhverjum stað sem einhver stingur upp á. Íslendingurinn flykkist nefndilega á þá staði þar sem hugsanlegt er að verði örþröð og þrengsli og því skemmtilegra sem biðröðin og mannþröngin er meiri. Ótrúlega skrítið. Landbúnaðarsýningar og húsgagnasýningar og alls kyns sýningar eru alltaf vel sóttar af hinum almenna íslendingi af því það er svo gott að láta aðra hugsa fyrir sig og segja sér hvar flesta fólkið verður. Láta mata sig á neyslunni.
Einhvern veginn komst það inn í þjóðarsálina að það væri algjört must að eiga jepppa og risastór hús, flatskjái, heimabíó, fótanuddtæki, safapressu og hönnun, hvað svo sem það kostaði og hvort sem hinn almenni íslendingur hafði efni á því eða ekki, bara taka myndkörfulán fyrir öllu draslinu.
Og aldrei heyrðist hósti né stuna frá þessu fólki í garð Seðlabankans að halda genginu svona háu, því þá var svo gott að skreppa til útlanda og krónan svo dúndrandi sterk og þá var hægt að versla í H&M fyrir lítinn pening. Og fólk öfundaði útrásarvíkingana sem toppuðu hvern annan í afmælisveisluhaldi með innfluttum skemmtikröfum. Já nú er víst öldin önnur og kannski bara til hins betra...
Ég hef ekki farið niðrí bæ á laugardagseftirmiðdögum til að mótmæla þó ég hafi kannski hugsað um það, en ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi. Og nú eru þessi mótmæli að breytast í einhverjar 17. júní skemmtanir, fólk vill friðsamleg mótmæli svo það geti tekið með sér krakkana og haft það notarlegt í miðbænum. Að það sé skemmtilegra að kíkja aðeins í miðbæinn í stað þess að rápa um í Ikea eða Kringlunni eða Smáralind. Það er nefnilega svo merkilegt með íslendinginn að hann lætur smala sér í réttir eins og rollum á einhverja staði þar sem hugsanlega er hægt að fá pulsu og kók án þess að borga fyrir það. Átt svona huggulega fjölskyldustund á laugardagseftirmiðdegi á einhverjum stað sem einhver stingur upp á. Íslendingurinn flykkist nefndilega á þá staði þar sem hugsanlegt er að verði örþröð og þrengsli og því skemmtilegra sem biðröðin og mannþröngin er meiri. Ótrúlega skrítið. Landbúnaðarsýningar og húsgagnasýningar og alls kyns sýningar eru alltaf vel sóttar af hinum almenna íslendingi af því það er svo gott að láta aðra hugsa fyrir sig og segja sér hvar flesta fólkið verður. Láta mata sig á neyslunni.
Einhvern veginn komst það inn í þjóðarsálina að það væri algjört must að eiga jepppa og risastór hús, flatskjái, heimabíó, fótanuddtæki, safapressu og hönnun, hvað svo sem það kostaði og hvort sem hinn almenni íslendingur hafði efni á því eða ekki, bara taka myndkörfulán fyrir öllu draslinu.
Og aldrei heyrðist hósti né stuna frá þessu fólki í garð Seðlabankans að halda genginu svona háu, því þá var svo gott að skreppa til útlanda og krónan svo dúndrandi sterk og þá var hægt að versla í H&M fyrir lítinn pening. Og fólk öfundaði útrásarvíkingana sem toppuðu hvern annan í afmælisveisluhaldi með innfluttum skemmtikröfum. Já nú er víst öldin önnur og kannski bara til hins betra...
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
Það eru greinilega allir hættir að blogga nema tengdadóttir mín enda er hún ekki komin á facebook. Málið er að það tekur mann smátíma að átta sig á því að facebook er ekki blogg og ef maður (kona) hefur þörf fyrir að tjá sig er fésið svo sannarlega ekki vettvangurinn. Þá er nú gott að eiga bloggið í handraðanum.
Svaf af mér kóræfinguna í kvöld...shit..en þannig er þetta bara stundum. Bara gat ekki haldið mér vakandi og því fór sem fór.
Er ekki að skilja alla þessa umferð á morgnana og allir of seinir í vinnuna eins og ég. Og svo er ég ekki alveg að fíla myrkrið...langar mest til að leggjast í híði fram í febrúar og vakna þá spræk og hress þegar birta fer af degi fyrr en nú er. Þó að ég sé vetrarbarn er ég ekkert alveg að meika veturinn í mesta skammdeginu. Og ekki á það bætandi að það sé kolsvarta myrkur á morgnana og kvöldin þegar maður fer í og úr vinnu þegar þjóðarsálin er öll í hálfgerðu myrkri. Nenni samt ekki lengur að velta mér upp úr þessari kreppu. Hún er greinilega komin til að vera og ég sem var farin að hlakka til þess að vera bara fín frú, sötra sherry með vinkonum mínum, sem líka eru fínar frúr, á kaffihúsum, fara til útlanda fimm sinnum á ári og bara slappa af. Kannski við verðum búin að ná okkur upp úr kreppunni þegar ég fer á eftirlaun...ef það verður þá eitthvað eftir af þeim...svo ég geti orðið fín frú og sötrað sherry. Þá verða börnin mín orðin útrásarvíkingar og þjóðin getur aftur lagst í sukk. Eða þá að okkur verður stjórnað af bjúrókratinu í Brussel og við getum ekki lengur einu sinni veitt okkur í soðið...nema með góðfúslegu leyfi þeirra...það verður skemmtilegt líf!
Svaf af mér kóræfinguna í kvöld...shit..en þannig er þetta bara stundum. Bara gat ekki haldið mér vakandi og því fór sem fór.
Er ekki að skilja alla þessa umferð á morgnana og allir of seinir í vinnuna eins og ég. Og svo er ég ekki alveg að fíla myrkrið...langar mest til að leggjast í híði fram í febrúar og vakna þá spræk og hress þegar birta fer af degi fyrr en nú er. Þó að ég sé vetrarbarn er ég ekkert alveg að meika veturinn í mesta skammdeginu. Og ekki á það bætandi að það sé kolsvarta myrkur á morgnana og kvöldin þegar maður fer í og úr vinnu þegar þjóðarsálin er öll í hálfgerðu myrkri. Nenni samt ekki lengur að velta mér upp úr þessari kreppu. Hún er greinilega komin til að vera og ég sem var farin að hlakka til þess að vera bara fín frú, sötra sherry með vinkonum mínum, sem líka eru fínar frúr, á kaffihúsum, fara til útlanda fimm sinnum á ári og bara slappa af. Kannski við verðum búin að ná okkur upp úr kreppunni þegar ég fer á eftirlaun...ef það verður þá eitthvað eftir af þeim...svo ég geti orðið fín frú og sötrað sherry. Þá verða börnin mín orðin útrásarvíkingar og þjóðin getur aftur lagst í sukk. Eða þá að okkur verður stjórnað af bjúrókratinu í Brussel og við getum ekki lengur einu sinni veitt okkur í soðið...nema með góðfúslegu leyfi þeirra...það verður skemmtilegt líf!
Og Sólsnípurnar munu aftur slá í gegn í desember. Gaman, gaman.
Og ég grét yfir Góðu kvöldi með Eivöru á laugardaginn. Skrítið
Og gunnsu-sörur eru komnar í frystinn og bíða jólanna. Ummm
Og ég er búin að kaupa tvær jólagjafir. Gott en betur má ef duga skal...
Og ég grét yfir Góðu kvöldi með Eivöru á laugardaginn. Skrítið
Og gunnsu-sörur eru komnar í frystinn og bíða jólanna. Ummm
Og ég er búin að kaupa tvær jólagjafir. Gott en betur má ef duga skal...
sunnudagur, nóvember 16, 2008
Er búin að vera að reyna að koma þessu bloggi inn á facebook en það tekst ekki. Kann það einhver.
Dagarnir, vikurnar og mánuðurnir líða allt of hratt þrátt fyrir kreppu. Fór í gær með Jánsanum í jólagjafainnkaup, já ég veit að það er nóvember en ég nenni ekki að gera þetta korter fyrir jól. Keypti einhverjar tvær jólagjafir og það var allt og sumt. Og hvað maður verður þreyttur á þessu búðarápi. Þetta dregur úr manni alla orku. En einhvern veginn tekst nú samt að klára þetta fyrir hver jól.
Auglýsi hér með að Gunnsan er lögst í sörugerð og ef einhver hefur áhuga á að kaupa sörur endilega hafa samband við hana á blogginu hennar eða á fésinu. Hún er vinur minn.
Ætlaði í gær að kíkja aðeins á stelpurnar mínar í Skipasundinu. Rakelin lasin, en eftir þessa jólagjafaleit var úr mér allt loft og ég koðnaði bara niður í sófanum, reyndi að prjóna en rakti allt upp og hafði ekki orku í að byrja aftur.
Er reyndar búin að ganga frá þvotti og það var farið að sjá í botninn á körfunni þegar Rúskan birtist með fangið fullt og þar fór sá draumur að klára þvotta yfir helgina.
Er búin að vera einstaklega löt að blogga þó ýmislegt hrærist í kolli mínum þessa dagana. Sumt er birtingarhæft annað alls ekki....Sturta....
Dagarnir, vikurnar og mánuðurnir líða allt of hratt þrátt fyrir kreppu. Fór í gær með Jánsanum í jólagjafainnkaup, já ég veit að það er nóvember en ég nenni ekki að gera þetta korter fyrir jól. Keypti einhverjar tvær jólagjafir og það var allt og sumt. Og hvað maður verður þreyttur á þessu búðarápi. Þetta dregur úr manni alla orku. En einhvern veginn tekst nú samt að klára þetta fyrir hver jól.
Auglýsi hér með að Gunnsan er lögst í sörugerð og ef einhver hefur áhuga á að kaupa sörur endilega hafa samband við hana á blogginu hennar eða á fésinu. Hún er vinur minn.
Ætlaði í gær að kíkja aðeins á stelpurnar mínar í Skipasundinu. Rakelin lasin, en eftir þessa jólagjafaleit var úr mér allt loft og ég koðnaði bara niður í sófanum, reyndi að prjóna en rakti allt upp og hafði ekki orku í að byrja aftur.
Er reyndar búin að ganga frá þvotti og það var farið að sjá í botninn á körfunni þegar Rúskan birtist með fangið fullt og þar fór sá draumur að klára þvotta yfir helgina.
Er búin að vera einstaklega löt að blogga þó ýmislegt hrærist í kolli mínum þessa dagana. Sumt er birtingarhæft annað alls ekki....Sturta....
sunnudagur, nóvember 02, 2008
Já Færeyingar. Það er nú meira sómafólkið. Skemmtilegt fólk og ótrúlega fallegt land - eða eyjar. Lof þem tú písis...
Það er ástand á Íslandi í dag. Allt í kringum mann fréttir maður af fólki sem er að missa vinnuna. Hrundin mín verður atvinnulaus eftir 2 vikur. Hún var á námssamningi hjá litlu fyrirtæki og þar greiða kúnnarnir ekki fyrir verkin og engin verkefni að koma inn og þeir eru nauðbeygðir til að loka. Svo ef einhver ykkar leikskólakennara þarna úti vita um lausa vinnu á leikskóla endilega hafa samband. Hrundin mín er einstaklega barngóð og var vel liðin á leikskólanum þar sem hún var að vinna áður en hún dreif sig í nám. Og Gunnsan þarf að minnka við sig vinnu og veit í rauninni ekkert hversu lengi hún heldur henni. Þetta er bara hörmunarástand og þetta er rétt að byrja.
Og svei mér þá að ég er farin að blóta Davíð og ég sem alltaf verið mikill Davíðssinni. Allt sem þessi angi gerir þessa dagana er rugl og hann er hrokafullur þegar hann talar, eiginlega bara óþolandi.
Burt með hann segir ég...
Annars er litla sæta frystikistan sem við fundum í Elkó eftir mikla leit komin í hús og inn í búr og er bara hin krúttlegasta þar sem hún bíður eftir að vera fyllt af ljúffengu nautakéti í kreppunni. Nú er um að gera að safna í sarpinn á þessum síðustu og verstu...
Og svei mér þá að ég er farin að blóta Davíð og ég sem alltaf verið mikill Davíðssinni. Allt sem þessi angi gerir þessa dagana er rugl og hann er hrokafullur þegar hann talar, eiginlega bara óþolandi.
Burt með hann segir ég...
Annars er litla sæta frystikistan sem við fundum í Elkó eftir mikla leit komin í hús og inn í búr og er bara hin krúttlegasta þar sem hún bíður eftir að vera fyllt af ljúffengu nautakéti í kreppunni. Nú er um að gera að safna í sarpinn á þessum síðustu og verstu...
laugardagur, október 25, 2008
Það eru engin ofurlaun í Glitni í dag sagði bankastjóri nýja Glitnis. What...eru einmilljónsjöhundruðogfimmtíuþúsund á mánuði ekki ofurlaun. Ekki einu sinni æðstu ráðamenn landsins, þ.e. ráðherrar og forsetinn eru með þessi laun. Er það sem sagt stefnan í þessu nýja Íslandi að bankastjórar séu með hæstu laun landsins. Er þessi nýi bankastjóri ekki ríkisstarfsmaður. Síðan hvenær eru ríkisstarfsmenn með svona laun. Það væri nóg að lækka laun hennar um helming og þá hefðu kannski 2-3 af þeim starfsmönnum bankans sem sagt var upp getað haldið vinnunni sinni.
Og afsökunin fyrir ofurlaunum fyrri bankastjóra bankanna var að þeir bæru svo mikla ábyrgð og þyrftu þess vegna að vera með 10 milljónir á mánuði. Sér er nú hver helv...ábyrgðin. Mér sýnast þeir allir fara frá án þess að þurfa að bera nokkra ábyrð á því hvernig fór. Og ætlar einhver að halda því fram að nýir bankastjórar þurfi þessi laun af því þeir beri svo mikla ábyrgð. Þeir bera enga helv. ábyrgð hvorki þessir gömlu stjórar né þeir nýju. Enginn í þessu ofþanda bankakerfi eru látnir sæta ábyrgð...rugl
Og afsökunin fyrir ofurlaunum fyrri bankastjóra bankanna var að þeir bæru svo mikla ábyrgð og þyrftu þess vegna að vera með 10 milljónir á mánuði. Sér er nú hver helv...ábyrgðin. Mér sýnast þeir allir fara frá án þess að þurfa að bera nokkra ábyrð á því hvernig fór. Og ætlar einhver að halda því fram að nýir bankastjórar þurfi þessi laun af því þeir beri svo mikla ábyrgð. Þeir bera enga helv. ábyrgð hvorki þessir gömlu stjórar né þeir nýju. Enginn í þessu ofþanda bankakerfi eru látnir sæta ábyrgð...rugl
föstudagur, október 24, 2008
Er orðin óttalega löt við bloggið síðan ég tók upp á því að eignast vini á facebook. Tímaþjófur dauðans en samt ósköp skemmtilegt eða þannig...maður getur fylgst með því hvað fólk er að gera hverju sinni í stuttum og hnitmiðuðum orðsendingum á fésinu.
Er orðin leið á krepputali og peningaumræðu fram og til baka. Virðist ekkert koma út úr því, bara talað í hringi endalaust. Mætti halda að þeir hefðu farið í læri hjá gömlum allaböllum sem kunnu svo sannarlega að tala endalaust í hringi svo tímunum skipti. Þegar ég var að vinna í Alþingi í den voru það leiðinlegustu ræðumennirnir, þ.e. allaballarnir, Svavar Gests, Magnús Kjartansson, Kjartan Ólafsson, Ólafur forseti Ragnar, Lúlli Jóseps o.fl. Þessir menn gátu talað endalaust um ekki neitt og höfðu allir sama talandann eins og þeir hefðu farið á ræðunámskeið hjá Stalin.
Ég er enn lasin með lurk í öllum skrokknum, lít út eins og mér hafi verið skitið og mér veitti ekki af að fara í sturtu. Geri það líklegast upp úr hádeginu, fæ nefnilega bílinn minn af verkstæði um þrjúleytið og læt mig hafa það að fara lasin og sækja hann.
Langur léttulaugardagur á morgun og svo frænkukvöld hjá Erlu Halldórs. Ég hlakka svo til....
Þarf að skrá Trínuna í magadans í Kramhúsinu, Snallinn minn í fermingarferð í Vatnaskógi og Rúskan mín að leiðinni í bílprófið fljótlega. Sem sagt allt að gerast í kreppunni....og ég og Jánsinn eigum trébrauðkaupsafmæli, þ.e. gift í fimm ár - en saman í heil 18...úbbs....
Er orðin leið á krepputali og peningaumræðu fram og til baka. Virðist ekkert koma út úr því, bara talað í hringi endalaust. Mætti halda að þeir hefðu farið í læri hjá gömlum allaböllum sem kunnu svo sannarlega að tala endalaust í hringi svo tímunum skipti. Þegar ég var að vinna í Alþingi í den voru það leiðinlegustu ræðumennirnir, þ.e. allaballarnir, Svavar Gests, Magnús Kjartansson, Kjartan Ólafsson, Ólafur forseti Ragnar, Lúlli Jóseps o.fl. Þessir menn gátu talað endalaust um ekki neitt og höfðu allir sama talandann eins og þeir hefðu farið á ræðunámskeið hjá Stalin.
Ég er enn lasin með lurk í öllum skrokknum, lít út eins og mér hafi verið skitið og mér veitti ekki af að fara í sturtu. Geri það líklegast upp úr hádeginu, fæ nefnilega bílinn minn af verkstæði um þrjúleytið og læt mig hafa það að fara lasin og sækja hann.
Langur léttulaugardagur á morgun og svo frænkukvöld hjá Erlu Halldórs. Ég hlakka svo til....
Þarf að skrá Trínuna í magadans í Kramhúsinu, Snallinn minn í fermingarferð í Vatnaskógi og Rúskan mín að leiðinni í bílprófið fljótlega. Sem sagt allt að gerast í kreppunni....og ég og Jánsinn eigum trébrauðkaupsafmæli, þ.e. gift í fimm ár - en saman í heil 18...úbbs....
fimmtudagur, október 23, 2008
Mín er lasin og þolir það ekki. Er heima með hita, beinverki og hausverk.
Keypti lopa í gær og prjóna nú fjandan ráðalausan. Ógislega gaman. Snallinn minn á leið í Vatnaskóg og það er spáð brjáluðu veðri.
Og ég á 5 ára brúðkaupsafmæli á morgun og það er frænkukvöld hjá Erlu á laugardagskvöldið og langur laugardagur um morguninn. Og það er alt æfing í dag og ég er veik heima...Það er greinilega ekki á allt kosið í þessu lífi...
Keypti lopa í gær og prjóna nú fjandan ráðalausan. Ógislega gaman. Snallinn minn á leið í Vatnaskóg og það er spáð brjáluðu veðri.
Og ég á 5 ára brúðkaupsafmæli á morgun og það er frænkukvöld hjá Erlu á laugardagskvöldið og langur laugardagur um morguninn. Og það er alt æfing í dag og ég er veik heima...Það er greinilega ekki á allt kosið í þessu lífi...